Samúel Kári Friðjónsson hefur verið fjarverandi úr byrjunarliði Atromitos að undanförnu vegna meiðsla en hann snýr aftur í leik liðsins í dag.
Samúel Kári lenti í andlitsmeiðslum og fékk sérstaka grímu en hún skilaði ekki tilætluðum árangri og sat leikmaðurinn því á bekknum í síðasta leik liðsins, 0-2 tapi gegn Aris.
Samúel Kári er að snúa til baka a völlinn og verður hann í byrjunarliðinu gegn Panserraikos í dag. Atromitos er búið að tapa fimm leikjum í röð í grísku deildinni og vonast þjálfarateymið til að Samúel geti hjálpað til við að binda enda á þessa taphrinu.
Atromitos er með 23 stig eftir 23 umferðir, sjö stigum fyrir ofan botnlið deildarinnar.
Athugasemdir