Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 24. mars 2020 08:38
Brynjar Ingi Erluson
Tæklaði Ronaldo og fékk ekki að mæta aftur
Manu Hernando í leik með unglingaliði Real Madrid
Manu Hernando í leik með unglingaliði Real Madrid
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Real Madrid er afar annt um lykilmenn sína og segir Marca frá athyglisverðri sögu af því þegar ungur varnarmaður tæklaði Cristiano Ronaldo fyrir tveimur árum.

Real Madrid var ekki lengur í baráttu um spænsku deildina en liðið var enn í Meistaradeildinni og var í góðum séns á að komast í úrslitaleikinn.

Hinn afar ungi og efnilegi varnarmaður Manu Hernando hafði æft með aðalliðinu yfir tímabilið en það var eitt atvik á æfingu sem varð til þess að hann fékk ekki að æfa aftur með liðinu.

Hann var þá í baráttu við Cristiano Ronaldo á æfingu og mætti of seint í tæklingu. Ronaldo var ekki sáttur og Hernando baðst afsökunar en hann fékk ekki að æfa aftur með aðalliðinu.

Ronaldo fór til Juventus sumarið 2018 og Hernando fór ekki með Real Madrid í æfingaferð um sumarið, þó vegna meiðsla, en í dag er hann á láni hjá Racing Santander í spænsku B-deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner