
U19 ára landsliðskonurnar Katla Tryggvadóttir og Sædís Rún Heiðarsdóttir eru gestir Heimavallarins. Þær eru hluti af mögnuðu U19 ára landsliði sem nýverið tryggði sér sæti í lokakeppni EM. Þær eru líka tvær af okkar allra efnilegustu leikmönnum og ætla sér stóra hluti í Bestu deildinni sem hefst á morgun.
Á meðal efnis:
- Magnað afrek. Ísland á EM!
- Liðsheild og samstaða er lykillinn
- Ætla sér í A-landsliðið og í topplið erlendis
- Hlédrægi Blikinn leynir mest á sér
- Yngri landsliðin ósigruð á árinu
- Dominos-spurningin felur í sér sturlaða staðreynd
- Magga þjálfari er winner
- Peppaðar í Bestu og ætla sér stóra hluti
- Gott að hlaða sig í Ólafvík en líka auðvelt í 105 og 210
- Lyklar í ímynduðu Fantasy lið
- Þetta og margt fleira í þætti dagsins.
Hlustaðu hér að ofan, í gegnum hlaðvarpsveituna þína eða á Heimavöllurinn.is
Þátturinn er í boði Dominos og Orku náttúrunnar.
Athugasemdir