Enska úrvalsdeildin er hafin að nýju!
Arsenal vann torsóttan sigur gegn Manchester United með mark úr horni, Liverpool byrjaði titilvörnina á sigri, Manchester City virka mjög sannfærandi, og Chelsea eru heimsmeistarar en geta ekki skorað.
Haraldur Örn Haraldsson stýrir þættinum í fjarveru Guðmundar Aðalsteins. Jökull Andrésson markvörður Aftureldingar og Manchester United stuðningsmaður mætti í heimsókn, auk Vilhjálms Kaldal Sigurðssonar framherji Þróttar, en hann er Arsenal stuðningsmaður.
Hægt er að hlusta á þáttinn í spilaranum efst og á öllum hlaðvarpsveitum.
Athugasemdir