Allegri orðaður við Man Utd - Modric að framlengja við Real Madrid
banner
   mið 24. apríl 2024 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Al-Hilal úr leik í Meistaradeild Asíu - Lærisveinar Crespo í úrslit
Al-Hilal er úr leik
Al-Hilal er úr leik
Mynd: Getty Images
Lærisveinar Hernan Crespo í Al-Ain eru komnir áfram í úrslit Meistaradeildar Asíu þrátt fyrir að hafa tapað fyrir Al-Hilal, 2-1, í seinni leik liðanna í undanúrslitum í gær.

Al-AIn, sem kemur frá Sameinuðu arabísku furstadæmunum, vann fyrri leikinn 4-2 á heimavelli sínum og mætti Al-Hilal á Kingdom-Arena í Riyadh í Sádi-Arabíu.

Ruben Neves, fyrrum leikmaður Wolves, skoraði fyrra mark Al-Hilal, en hinn brasilíski Erik jafnaði metin fyrir gestina.

Heimamaðurinn Samel Al Dawsari skoraði seinna mark Al-Hilal í síðari hálfleiknum en lengra komst stjörnum prýtt lið þeirra ekki.

Í lið Al-Hilal vantaði leikmenn á borð við Renan Lodi, Kalidou Koulibaly, Aleksandar Mitrovic og auðvitað Neymar, sem er að jafna sig eftir krossbandsslit.

Al-Ain mætir annað hvort Ulsan HD frá Suður-Kóreu eða Yokohama F. Marinos frá Japan í úrslitum.
Athugasemdir
banner
banner