Sancho, Sesko, Mac Allister, Ten Hag, Raya og fleiri góðir koma við sögu
banner
   mið 24. apríl 2024 09:46
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Spænskur vængmaður til Dalvíkur (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Dalvík/Reynir
Dalvík/Reynir tilkynnti í dag um komu spænsks vængmanns til félagsins. Sá heitir Amin Guerrero og spilar með D/R út komandi tímabil.

„Amin er 23 ára, snöggur og leikinn leikmaður sem getur leyst nokkrar stöður framarlega á vellinum. Hann kemur til liðs við okkur frá El Palo á Spáni," segir í tilkynningu D/R.

Amin er samkvæmt Transfermarkt örvfættur og er hann uppalinn hjá Malagueno og Cadiz. El Palo spilar í fjórðu efstu deild á Spáni.

Hann er kominn með leikheimild fyrir leikinn gegn Aftureldingu í Mjólkurbikarnum sem fram fer á morgun.

Komnir
Alejandro Zambrano frá Spáni
Abdeen Temitope Abdul frá Malasíu
Amin Guerrero frá Spáni
Nikola Kristinn Stojanovic frá Þór
Matheus Bissi frá Kasakstan
Björgvin Máni Bjarnason frá KA (var á láni hjá Völsungi)
Dagbjartur Búi Davíðsson á láni frá KA (var á láni hjá KF)
Freyr Jónsson frá Grindavík
Markús Máni Pétursson frá KA
Máni Dalstein Ingimarsson á láni frá KA
Mikael Aron Jóhannsson frá KA
Valur Örn Ellertsson frá KA

Farnir
Florentin Apostu til Ítalíu
Gunnlaugur Bjarnar Baldursson í Tindastól
Hamdja Kamara til Spánar
Númi Kárason í Magna
Toni Tipuric í Ægi
Auðunn Ingi Valtýsson í Þór (var á láni)
Kári Gautason í KA (var á láni)
Sigfús Fannar Gunnarsson í Þór (var á láni)
Athugasemdir
banner
banner