Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 24. maí 2019 11:41
Arnar Daði Arnarsson
Brandur Olsen framlengir við FH
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Færeyski landsliðsmaðurinn, Brandur Hendriksson Olsen hefur skrifað undir nýjan samning við FH sem gildir út tímabilið 2021.

Miðjumaðurinn kom til FH fyrir síðasta tímabil og hefur spilað 32 leiki fyrir Fimleikafélagið og skorað í þeim leikjum 11 mörk. Í Pepsi Max-deildinni í ár hefur hann skorað tvívegis í þremur leikjum FH.

Hann á 16 landsleiki að baki með færeyska landsliðinu.

FH er í 3. sæti deildarinnar eftir fimm umferðir með 10 stig en liðið mætir Fylki í Árbænum í 6. umferðinni á sunnudagskvöldið næstkomandi.

6. umferðin:

laugardagur 25. maí
16:00 HK-Grindavík (Kórinn)
16:30 KA-ÍBV (Greifavöllurinn)
18:00 Víkingur R.-KR (Eimskipsvöllurinn)

sunnudagur 26. maí
17:00 ÍA-Stjarnan (Norðurálsvöllurinn)
19:15 Fylkir-FH (Würth völlurinn)
19:15 Valur-Breiðablik (Origo völlurinn)


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner