Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 24. maí 2020 10:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fabregas: Hefði átt að bíða með að fara frá Arsenal
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Cesc Fabregas, núverandi leikmaður Mónakó, sér eftir að hafa ekki beðið lengur áður en hann yfirgaf Arsenal á sínum tíma og hélt heim til Barcelona. Fabregas segist hafa orðið þreyttur á því að félagið hafi ekki getað barist við keppinauta sína á markaðnum.

Fabregas kom til Englands árið 2003 frá Barcelona og fór heim árið 2011. Seinna kom hann svo aftur til Englands og vann tvo Englandsmeistaratitla með Chelsea.

„Það var smá af öllu. Mér fannst við alltaf vera í samkeppni við allan heiminn. Manchester United, Chelsea og stundum Liverpool," sagði Fabregas í spjalli við Rio Ferdinand, fyrrum varnarmann United.

„Ég ræði við menn hjá Chelsea og spænsku vini mína hjá Liverpool og allir segja það sama: 'við þoldum ekki að spila gegn ykkur'. Og ég segi það sama og bæti við: 'já þið þolduð það ekki en við töpuðum alltaf.' Sérstaklega á ögurstundu."

„Ég var alltaf mjög pirraður að stóru liðin unnu alltaf og voru með þetta auka sem þurfti til. Ég var mjög ungur og ástríðufullur. Ég gaf allt á tíma mínum hjá Arsenal. Ég vildi vinna og ég hefði gert allt fyrir Arsenal. Mér fannst hlutirnir ekki á réttri leið."

„Við höfðum tækifæri á að kaupa stór nöfn sem hefðu breytt öllu en alltaf kom eitthvað í veg fyrir kaupin. Margt fór í taugarnar á mér og ég ákvað að fara aftur til Barcelona. Það var besta lið í heiminum á þeim tíma og vinir mínir að spila þar."

„Ég tók skrefið en hefði mátt bíða lengur. Mér fannst þetta bara vera rétti tíminn. Hugur minn var farinn annað. Djúpt inn í mér, þegar ég hugsa til baka, þá hefði ég átt að bíða í tvö ár í viðbót hjá Arsenal,"
sagði Fabregas.
Athugasemdir
banner