Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 24. maí 2022 21:05
Brynjar Ingi Erluson
Mjólkurbikarinn: Dramatísk framlenging á Ísafirði - Selfoss vann í vító
Afturelding vann Vestra á Ísafirði
Afturelding vann Vestra á Ísafirði
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Selfyssingar fara áfram
Selfyssingar fara áfram
Mynd: Hrefna Morthens
Afturelding og Selfoss tryggðu sig í kvöld inn í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins en þau þurftu bæði að að leggja allan kraft í að komast þangað.

Afturelding vann Vestra, 3-2, eftir framlengingu. Aron Elí Sævarsson kom Mosfellingum yfir í upphafí síðari hálfleiks eftir gott spil. Hann fékk boltann í teignum og setti hann í fjærhornið.

Þegar lítið var eftir af leiknum fékk Vestri vítaspyrnu er Guðfinnur Þór Leósson togaði Friðrik Þóri Hjaltason niður. Vladimir Tufegdzic skoraði úr vítinu og leikurinn framlengdur.

Tufegdzic náði forystunni fyrir Vestra í byrjun framlengingarinnar er hann skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Diogo Coelho. Gestirnir vildu fá sitt víti er Ásgeir Frank Ásgeirsson féll í teignum en dómarinn sá ekkert athugavert við það.

Ásgeir tók þessu persónulega og mætti af krafti inn í síðari hluta framlengarinnar og lagði upp jöfnunarmark Aftureldingar fyrir Sindra Sigurjónsson. Hann kom boltanum á fjærstöngina þar sem Sindri var mættur til að stanga boltann í netið.

Á 116. mínútu kom svo sigurmark Aftureldingar. Sigurður Gísli Bond Snorrason átti aukaspyrnu inn á teiginn. Andi Hota stökk upp og skallaði boltann á markið. Marvin Darri Steinarsson varði boltann út í teig og náði Hoti að fylgja á eftir með góðu skoti.

Afturelding í 16-liða úrslit Mjólkurbikarsins og verða í pottinum fræga.

Selfoss skaut sér þá einnig í 16-liða úrslitin með því að vinna Magna í vítaspyrnukeppni.

Selfyssingar náðu inn risamarki undir lok fyrri hálfleiks er Elfar Ísak Halldórsson skoraði eftir hælsendingu Ingva Rafns Óskarssonar.

Í blálokin jöfnuðu Magnamenn. Angantýr Máni Gautason var felldur inn í teig og beint á punktinn. Pressan hentaði honum því hann skoraði af punktinum og tryggði Magnamönnum í framlengingu.

Elfar Ísak, markaskorari Selfyssinga, var rekinn af velli á 100. mínútu í framlengingu er hann fór í hættulega tæklingu. Ekkert var skorað í seinni hálfleiknum og þurfti því vítaspyrnukeppni.

Selfyssingar höfðu betur þar og unnu 5-3. Stefán Þór Ágústsson varði frá Angantý. Selfyssingar skoruðu síðan úr öllum spyrnum sínum og tryggðu sig inn í 16-liða úrslitin.

Úrslit og markaskorarar:

Vestri 2 - 3 Afturelding
0-1 Aron Elí Sævarsson ('47 )
1-1 Vladimir Tufegdzic ('90 , víti)
2-1 Vladimir Tufegdzic ('93 )
2-2 Sindri Sigurjónsson ('109 )
2-3 Andi Hoti ('116 )
Lestu um leikinn

Selfoss 6 - 4 Magni
1-0 Elfar Ísak Halldórsson ('45 )
1-1 Angantýr Máni Gautason ('90 , víti)
Vítaspyrnukeppnin:
1-0 Gary John Martin ('120 , víti)
1-0 Angantýr Máni Gautason ('120 , misnotað víti)
2-0 Jón Vignir Pétursson ('120 , víti)
2-1 Kristófer Óskar Óskarsson ('120 , víti)
3-1 Valdimar Jóhannsson ('120 , víti)
3-2 Guðni Sigþórsson ('120 , víti)
4-2 Adam Örn Sveinbjörnsson ('120 , víti)
4-3 Tómas Örn Arnarson ('120 , víti)
5-3 Hrvoje Tokic ('120 , víti)
Rautt spjald: Elfar Ísak Halldórsson, Selfoss ('100) Lestu um leikinn
Athugasemdir
banner
banner