Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 24. maí 2023 18:26
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola lék í Ted Lasso - „Þetta er svo slæmt“
Mynd: EPA
Spænski stjórinn Pep Guardiola lék á dögunum í hinum geysivinsælu þáttum, Ted Lasso, sem sýndir eru á Apple TV+, en hann fór ekki beint með leiksigur þar.

Síðasta serían af Ted Lasso er í fullum gangi og er aðeins einn þáttur eftir af henni.

Guardiola mætti í næst síðasta þættinum þar sem AFC Richmond og Manchester City mættust.

Án þess að vilja gefa of mikið upp um það sem gerist í þættinum þá hittast þeir tveir og eiga ágætis spjall eftir leik liðanna. Hægt er að sjá myndbrotið hér fyrir neðan.

„Þetta er augljóslega rosalega slæmt dæmi. Með því að fá Pep Guardiola inn í dæmið þá hafa handritshöfundarnir eyðilagt þáttinn. Guardiola er miskunnarlaus og vill vinna umfram allt annað,“ sagði Ben Allen hjá tímaritinu GQ.


Athugasemdir
banner
banner
banner