Búast við að De Bruyne skrifi undir - Chelsea vill kaupa Trafford - Thiago spilandi aðstoðarþjálfari Barca - PSG býður 100 milljónir fyrir...
   mið 24. maí 2023 18:40
Brynjar Ingi Erluson
Mount vill frekar fara til Man Utd en Liverpool
Mason Mount
Mason Mount
Mynd: Getty Images
Mason Mount, leikmaður Chelsea á Englandi, hallast að því að ganga í raðir Manchester United í sumar en þetta segir David Ornstein hjá Athletic.

Mount er 24 ára gamall miðjumaður en hann á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum hjá Chelsea og er afar ólíklegt að hann framlengi við félagið.

Liverpool hefur verið talið langlíklegast til að fá Mount og hefur félagið þegar átt í viðræðum við föruneyti hans en Mount hallast þó frekar að því að ganga í raðir United.

Ornstein, sem er einn virtasti blaðamaður Bretlandseyja, segir að Mount vilji helst af öllu fara til United og eru önnur félög meðvituð um það.

Félögin munu ræða saman á næstu vikum en það er þó í algjörum forgangi hjá United að fá sóknarmann inn fyrir næsta tímabil.

Mauricio Pochettino mun taka við Chelsea í sumar og vill hann hafa Mount áfram hjá félaginu og því er enn örlítill möguleiki á að hann verði áfram en viðræðunum hefur þó ekkert miðað áfram síðan síðasta sumar.

Ef Chelsea nær ekki samkomulagi við Mount þá gæti hann verið falur fyrir um 70 milljónir punda. Arsenal hefur einnig áhuga á Mount.
Athugasemdir
banner
banner
banner