Kobbie Mainoo, Antoine Semenyo, Brennan Johnson, Marcus Rashford og fleiri koma við sögu
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
   fös 24. maí 2024 22:07
Hafliði Breiðfjörð
Hulda Hrund ruglaðist og sagði: 'Einbeittar Fylkir' - Hlegið að þessu í hálfleik
Kvenaboltinn
Hulda Hrund í leiknum í kvöld.
Hulda Hrund í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við elskum þrjú stig," sagði Hulda Hrund Arnarsdóttir leikmaður Stjörnunnar eftir 2 - 1 heimasigur á uppeldisfélagi hennar, Fylki í dag. Leikið var í fótboltahúsinu Miðgarði í Garðabæ þar sem stormur geysaði utandyra.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Fylkir

„Það var skrítið að koma aftur inn. Maður heldur að sumarið hafi verið að byrja og bjóst við að verða bara úti í sumar," sagði Hulda.

„Leikurinn byrjaði frekar rólega fyrir minn smekk en ég held að 120 mínútna Blikaleikurinn sitji svolítið í okkur. En við skiluðum þremur stigum."

Hulda Hrund skoraði fyrsta markið í leiknum á 25. mínútu leiksins.

„Það var svolítið erfitt að skora á móti Fylki en gott að ná forystunni. Ég ruglaðist áðan og sagði: 'EINBEITTAR FYLKIR'. Ég var búin að horfa aðeins of mikið á Fylkistreyjuna. Það var hlegið að þessu í hálfleik. Þetta var fyndið moment."

Aðspurð hvort hún hafi fagnað markin sagði Hulda Hrund: „Nei, ég reyndi að gera það ekki," sagði hún en er hjartað smá í árbænum? „Já alltaf, 110!"

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner