Ákveðinn í að fá Haaland til Barcelona - City veitir Liverpool keppni um Guehi - Everton mun ekki hlusta á tilboð í Branthwaite
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   fös 24. maí 2024 22:07
Hafliði Breiðfjörð
Hulda Hrund ruglaðist og sagði: 'Einbeittar Fylkir' - Hlegið að þessu í hálfleik
Kvenaboltinn
Hulda Hrund í leiknum í kvöld.
Hulda Hrund í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við elskum þrjú stig," sagði Hulda Hrund Arnarsdóttir leikmaður Stjörnunnar eftir 2 - 1 heimasigur á uppeldisfélagi hennar, Fylki í dag. Leikið var í fótboltahúsinu Miðgarði í Garðabæ þar sem stormur geysaði utandyra.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Fylkir

„Það var skrítið að koma aftur inn. Maður heldur að sumarið hafi verið að byrja og bjóst við að verða bara úti í sumar," sagði Hulda.

„Leikurinn byrjaði frekar rólega fyrir minn smekk en ég held að 120 mínútna Blikaleikurinn sitji svolítið í okkur. En við skiluðum þremur stigum."

Hulda Hrund skoraði fyrsta markið í leiknum á 25. mínútu leiksins.

„Það var svolítið erfitt að skora á móti Fylki en gott að ná forystunni. Ég ruglaðist áðan og sagði: 'EINBEITTAR FYLKIR'. Ég var búin að horfa aðeins of mikið á Fylkistreyjuna. Það var hlegið að þessu í hálfleik. Þetta var fyndið moment."

Aðspurð hvort hún hafi fagnað markin sagði Hulda Hrund: „Nei, ég reyndi að gera það ekki," sagði hún en er hjartað smá í árbænum? „Já alltaf, 110!"

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner