Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
Sigurvin: Þurfti einhver töfrabrögð til að brjóta ísinn
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Úlfur: Leikmenn nafngreindir og þeir kallaðir aumingjar og annað
Bragi Karl: Náði því snemma í fyrra og næ því vonandi sem fyrst núna
Magnús Már: Eitthvað sem við eigum ekki að sjá á heimavelli
Orðinn markahæstur í sögu Njarðvíkur: Stoltur og stór áfangi fyrir mig
Chris Brazell: Dómarateymið bað okkur afsökunar
Gunnar Heiðar: Rosalega mikið sem gerðist á stuttum tíma
Eyjó Héðins: Aðalatriðið var bara að ná að troða honum inn
Hetja Hauka: Væri helvíti gaman að spila á Laugardalsvellinum
Haddi: Ég er farinn að kannast við mitt KA lið
Aron Bjarna: Mikilvægt að vinna þessa leiki
Fagnaði langþráðum sigri ÍA gegn KR - „Fékk afbrigði af Covid sem enginn hefur fengið"
Ingvar Jóns skilur ekkert: Hugsaði aldrei að hann myndi dæma víti
Arnar Gunnlaugs fámáll - „Umræðan um Víking er orðin fáranleg“
Arnar Grétars: Mér fannst við miklu betri í dag
Gylfi: Ingvar reyndi að taka mig á taugum
Þorsteinn Aron: Ömurlegir í fyrri og alvöru karakter að koma til baka
Viktor Jóns: Loksins að sýna hvað ég get
Rúnar Kristins: Auðveldara að sækja gegn vindinum en með
banner
   fös 24. maí 2024 22:07
Hafliði Breiðfjörð
Hulda Hrund ruglaðist og sagði: 'Einbeittar Fylkir' - Hlegið að þessu í hálfleik
Hulda Hrund í leiknum í kvöld.
Hulda Hrund í leiknum í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við elskum þrjú stig," sagði Hulda Hrund Arnarsdóttir leikmaður Stjörnunnar eftir 2 - 1 heimasigur á uppeldisfélagi hennar, Fylki í dag. Leikið var í fótboltahúsinu Miðgarði í Garðabæ þar sem stormur geysaði utandyra.

Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  1 Fylkir

„Það var skrítið að koma aftur inn. Maður heldur að sumarið hafi verið að byrja og bjóst við að verða bara úti í sumar," sagði Hulda.

„Leikurinn byrjaði frekar rólega fyrir minn smekk en ég held að 120 mínútna Blikaleikurinn sitji svolítið í okkur. En við skiluðum þremur stigum."

Hulda Hrund skoraði fyrsta markið í leiknum á 25. mínútu leiksins.

„Það var svolítið erfitt að skora á móti Fylki en gott að ná forystunni. Ég ruglaðist áðan og sagði: 'EINBEITTAR FYLKIR'. Ég var búin að horfa aðeins of mikið á Fylkistreyjuna. Það var hlegið að þessu í hálfleik. Þetta var fyndið moment."

Aðspurð hvort hún hafi fagnað markin sagði Hulda Hrund: „Nei, ég reyndi að gera það ekki," sagði hún en er hjartað smá í árbænum? „Já alltaf, 110!"

Nánar er rætt við hana í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner