Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
   fös 24. maí 2024 18:40
Brynjar Ingi Erluson
McKenna ætlar að bíða og sjá hvað gerist hjá Man Utd
Kieran McKenna, stjóri Ipswich Town, ætlar ekki að flýta sér að taka ákvörðun varðandi framtíð sína, en þetta kemur fram í Times.

McKenna, sem starfaði hjá United í fimm ár, hefur stýrt Ipswich frá 2021.

Hann kom liðinu upp í B-deildina á síðasta ári og náði svo því ótrúlega afreki að stýra liðinu beint upp í úrvalsdeildina á þessari leiktíð.

Times segir að McKenna komi til greina sem næsti stjóri Manchester United ef félagið ákveður að reka Erik ten Hag eftir úrslitaleik enska bikarsins.

Hann bíður því rólegur eftir ákvörðun félagsins en Chelsea er einnig sagt hafa áhuga á því að fá hann.

Brighton hefur átt í viðræðum við Ipswich um McKenna, en United er fyrsti kostur Norður-Írans.
Athugasemdir
banner