Man Utd eflir leit sína að liðsstyrk - David ofarlega á blaði - Ítölsk félög vilja Greenwood - Liverpool vill Olise
   fös 24. maí 2024 21:53
Brynjar Ingi Erluson
Rooney verður næsti stjóri Plymouth
Mynd: Getty Images
Enska goðsögnin Wayne Rooney er að taka við Plymouth Argyle í ensku B-deildinni. Telegraph segir allt frágengið og að hann verði kynntur á morgun.

Í dag var greint frá því að Rooney væri í viðræðum við Plymouth um að taka við sem stjóri félagsins.

Viðræður hafa gengið hratt fyrir sig og var Plymouth afar hrifið af hugmyndum Englendingsins. Samningur hans verður til þriggja ára og verður hann kynntur á morgun, en John Percy hjá Telegraph sagði frá þessum tíðindum á X.

Plymouth rétt bjargaði sér frá falli úr B-deildinni en það hafnaði í 21. sæti, aðeins einu stigi fyrir ofan Birmingham, sem Rooney stýrði einmitt fyrr á þessari leiktíð.

Rooney var rekinn frá Birmingham í byrjun ársins eftir ótrúlega slakt gengi liðsins.

Áður stýrði hann D.C. United í MLS-deildinni í Bandaríkjunum og Derby County í ensku B-deildinni.

Athugasemdir
banner
banner