Bayern München gæti gert óvænt tilboð í Rashford - Liverpool hafnaði fyrirspurn Bayern um Díaz og ætlar ekki að selja hann
   fim 24. júní 2021 13:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kelleher skrifar undir langtímasamning við Liverpool
Caoimhin Kelleher, annar af varamarkvörðum Liverpool, hefur skrifað undir langtímasamning við félagið.

Kelleher er 22 ára gamall og lék hann fimm leiki með aðalliðinu í vetur. Hann og Adrian hafa verið til taks ef Alisson Becker er fjarri góðu gamni.

Kelleher er írskur og á að baki einn A-landsleik, kom inn á gegn Ungverjum fyrr á þessu á ári.

Hann er uppalinn hjá Ringmahon Rangers en gekk í raðir Liverpool árið 2015.
Athugasemdir
banner