Caoimhin Kelleher, annar af varamarkvörðum Liverpool, hefur skrifað undir langtímasamning við félagið.
Kelleher er 22 ára gamall og lék hann fimm leiki með aðalliðinu í vetur. Hann og Adrian hafa verið til taks ef Alisson Becker er fjarri góðu gamni.
Kelleher er 22 ára gamall og lék hann fimm leiki með aðalliðinu í vetur. Hann og Adrian hafa verið til taks ef Alisson Becker er fjarri góðu gamni.
Kelleher er írskur og á að baki einn A-landsleik, kom inn á gegn Ungverjum fyrr á þessu á ári.
Hann er uppalinn hjá Ringmahon Rangers en gekk í raðir Liverpool árið 2015.
Athugasemdir