fim 24. júní 2021 16:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Andrea kom inn eftir hálftíma - Vond staða liðsins
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Andrea Mist Pálsdóttir kom inn á sem varamaður eftir hálftíma leik í dag er Vaxjö tapaði fyrir Hammarby í sænsku úrvalsdeildinni.

Þegar Andrea kom inn á, þá var staðan markalaus og þannig var hún þegar flautað var til hálfleiks.

Snemma í seinni hálfleik tók Hammarby forystuna en Vaxjö jafnaði metin eftir klukkutíma leik, 1-1. Hammarby tók forystuna aftur tíu mínútum síðar.

Það gerði Vaxjö erfitt fyrir að fá rautt spjald stuttu eftir seinna mark Hammarby og náðu þær ekki að jafna metin, lokatölur 2-1.

Það hefur ekki gengið vel hjá Andreu og hennar stöllum. Liðið er á botninum með aðeins þrjú stig eftir tíu leiki spilaða. Andrea, sem er uppalin hjá Þór/KA, hefur komið við sögu í sjö leikjum í sænsku úrvalsdeildinni á þessu tímabili. Staðan er ekki góð hjá Vaxjö.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner