Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. júní 2021 11:56
Elvar Geir Magnússon
Svona myndi Neville stilla Englandi upp gegn Þýskalandi
Bukayo Saka.
Bukayo Saka.
Mynd: EPA
Í næstu viku, 29. júní, munu England og Þýskaland mætast í 16-liða úrslitum á EM alls staðar. Gary Neville telur að enska landsliðið eigi að stilla upp með þrjá miðverði í leiknum.

Neville hefur opinberað hvernig hann vill sjá enska landsliðið í leiknum en ekki er pláss fyrir Jack Grealish né Mason Mount í byrjunarliðinu. Mount kemur úr sóttkví degi fyrir leik.

Neville vill sjá Kyle Walker, John Stones og Harry Maguire sem miðverði í 5-3-2 leikkerfi, fyrir framan markvörðinn Jordan Packford.

Hann setur Reece James og Luke Shaw í bakverðina og á miðjunni eru Declan Rice og Kalvin Phillips. Þá velur hann Bukayo Saka, ungan leikmann Arsenal, í byrjunarliðið ásamt Harry Kane og Raheem Sterling.




Athugasemdir
banner
banner
banner