Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 24. júní 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Vildu bæði færa leikinn á sunnudag - „Yfirleitt gott veður klukkan tólf"
Lengjudeildin
Gústi verður væntanlega úlpulaus í blíðunni á sunnudag
Gústi verður væntanlega úlpulaus í blíðunni á sunnudag
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Grótta og Fram mætast í Lengjudeildinni á sunnudag. Leikurinn er liður í 8. umferð deildarinnar. Leiktíminn, 12:00, er athyglisverður, hvers vegna er leikið svo snemma?

Vestri og ÍBV mætast sama dag og fer sá leikur fram klukkan 14:00. Þrír leikir í umferðinni fara fram á laugardag og einn leikur fer fram á morgun.

Þeir Ágúst Gylfason, þjálfari Gróttu og Jón Þórir Sveinsson, þjálfari Fram, ræddu við Fótbolta.net eftir leiki sinna liða í Mjólkurbikarnum í gær. Þeir voru spurðir út í leiktímann.

„Við báðum Gróttu um að færa leikinn, hann var fyrst settur á laugardaginn. Það var til þess að eiga aðeins lengri hvíld milli leikjanna. Það var Grótta sem stakk upp á þeim leiktíma," sagði Nonni.

„Það er yfirleitt mjög gott veður klukkan tólf á nesinu. Vonandi fáum við fullt af áhorfendum á völlin, bæði fullt af Frömurum og fullt af Gróttumönnum. Þetta verður bara hörkuleikur. Bæði lið vildu fresta leiknum fram á sunnudag og við erum klárir klukkan tólf á sunnudaginn eins og margir aðrir," sagði Gústi léttur.

Viðtölin í heild má sjá hér að neðan.
Gústi Gylfa: Hann má alveg greina leikinn og koma með einhver XG
Jón: Vorum ekki að henda inn óreyndum 2. flokks guttum
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner