Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   mán 24. júní 2024 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Chelsea að virkja riftunarákvæðið hjá Marc Guiu
Guiu skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Barca gegn Athletic Bilbao í október í fyrra.
Guiu skoraði eina mark leiksins í 1-0 sigri Barca gegn Athletic Bilbao í október í fyrra.
Mynd: EPA
Chelsea ætlar að virkja riftunarákvæðið sem er í samningi Marc Guiu við Barcelona og hljóðar aðeins upp á 6 milljónir evra. Fabrizio Romano er meðal þeirra sem greina frá þessu.

Guiu er 18 ára framherji sem gerði góða hluti með B-liði Barcelona á síðustu leiktíð, auk þess að skora tvö mörk í sjö keppnisleikjum með meistaraflokki.

Chelsea og FC Bayern hafa mikinn áhuga á framherjanum en Chelsea er í bílstjórasætinu eftir jákvæðar viðræður um helgina.

Guiu getur valið á milli ýmissa félaga í sumar þar sem Barcelona hefur einnig lagt fram nýtt samningstilboð.

Guiu er nýlega byrjaður að spila fyrir U19 ára landslið Spánverja eftir að hafa skorað 10 mörk í 17 leikjum með U17 liðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner