Real vill Trent - Man Utd mun ekki reyna við Southgate - Aston Villa býr sig undir að keppa um Williams
   mán 24. júní 2024 21:12
Brynjar Ingi Erluson
EM: Dramatík er Ítalía kom sér í 16-liða úrslit - England og Frakkland örugg áfram
Mattia Zaccagni skorar jöfnunarmarkið mikilvæga seint í uppbótartíma
Mattia Zaccagni skorar jöfnunarmarkið mikilvæga seint í uppbótartíma
Mynd: EPA
Spánverjar kláruðu riðilinn með fullt hús stiga
Spánverjar kláruðu riðilinn með fullt hús stiga
Mynd: EPA
Englendingar eru öruggir með sæti í 16-liða úrslitum
Englendingar eru öruggir með sæti í 16-liða úrslitum
Mynd: EPA
Frakkar eru öruggir áfram
Frakkar eru öruggir áfram
Mynd: Getty Images
England, Frakkland og Ítalía eru komin áfram í 16-liða úrslit Evrópumótsins en þetta varð ljóst eftir úrslit kvöldsins. Mattia Zaccagni skoraði dramatískt jöfnunarmark Ítalíu í 1-1 jafntefli gegn Króatíu.

Ítalía og Króatía gerðu dramatískt 1-1 jafntefli í Leipzig. Ítalir voru með ágætis tök á leiknum þrátt fyrir fína byrjun Króata.

Luka Sucic, sem kom inn í lið Króata fyrir þennan leik, átti hörkuskot fyrir utan teig á 5. mínútu en Gianluigi Donnarumma, sem átti stórleik í marki Ítala, varði frábærlega.

Eftir það voru Ítalir líklegri. Mateo Retegui átti skalla rétt framhjá og þá var Alessandro Bastoni hársbreidd frá því að koma ítalska liðinu í forystu er hann stangaði fyrirgjöf Nicolo Barella á markið en Dominik Livakovic bauð upp á eina af vörslum mótsins.

Í síðari hálfleiknum kom aðeins meiri kraftur í Króata. Þeir fengu vítaspyrnu snemma þegar Davide Frattesi handlék boltann í eigin vítateig.

Fyrirliðinn Luka Modric fór á punktinn en Donnarumma varði slakt víti hans. Aðeins um mínútu síðar bætti Modric upp fyrir það er hann hirti frákast eftir að Donnarumma hafði varið skot Ante Budimir út í teiginn.

Elsti markaskorari í sögu Evrópumótsins.

Þegar aðeins þrjátíu sekúndur voru eftir af átta mínútna uppbótartíma jöfnuðu Ítalir með marki frá varamanninum Mattia Zaccagni sem skoraði með glæsilegu hægri fótar skoti efst upp í fjærhornið. Fyrsta landsliðsmark hans.

Gríðarlega svekkjandi fyrir Króata sem klára riðilinn með 2 stig í 3. sæti. Króatar bíða örlaga sinna en útlitið er ekki gott þar sem liðið er með -3 í markatölu.

Spánn kláraði riðilinn með fullt hús stiga

B-lið Spánverja hafði betur gegn Albaníu, 1-0, í Düsseldorf.

Luis de la Fuente, þjálfari Spánverja, gerði tíu breytingar á liði sínu fyrir leikinn. Spánverjar voru þegar búnir að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum og gat De la Fuente því leyft sér að hvíla lykilmenn.

Ferran Torres gerði eina mark leiksins á 13. mínútu. Dani Olmo sendi hann í gegn hægra megin og skoraði Ferran með yfirveguðu skoti í stöng og inn.

Kristjan Asllani átti bestu tilraun albanska liðsins undir lok fyrri hálfleiks er hann þrumaði boltanum fyrir utan teig en David Raya gerði vel í að blaka boltanum út.

Joselu átti skot rétt framhjá snemma í síðari hálfleiknum og þá varði Raya frá Armando Broja þegar hálftími var eftir. Raya varði aftur frá Broja undir lok leiksins og sá til þess að landa öllum þremur stigunum fyrir Spánverja.

Spánverjar stóðu upp sem sigurvegarar og klára riðilinn með fullt hús stiga á toppnum. Albanía fékk aðeins eitt stig og er úr leik.

Tap Albaníu þýðir þá það að England og Frakkland eru komin áfram í 16-liða úrslit. Bæði lið eru með 4 stig eftir tvo leiki og dugir það til að komast áfram.

Úrslit og markaskorarar:

Króatía 1 - 1 Ítalía
0-0 Luka Modric ('54 , Misnotað víti)
1-0 Luka Modric ('55 )
1-1 Mattia Zaccagni ('90 )

Albanía 0 - 1 Spánn
0-1 Ferran Torres ('13 )Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner