fös 24. júlí 2020 12:35
Magnús Már Einarsson
Eggert Gunnþór í FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Eggert Gunnþór Jónsson hefur gengið til liðs við FH en hann hefur gert þriggja ára samning við félagið.

Hinn 32 ára gamli Eggert er fjölhæfur leikmaður sem getur spilað bæði á miðjunni og í vörninni.

Eggert er nýkrýndur bikarmeistari með Sönderjyske í Danmörku en samningur hans þar var að renna út.

Hann á 21 landsleik að baki fyrir Íslands hönd en þar spilaði hann meðal annars leiki með Eiði Smára Guðjohnsen sem var ráðinn þjálfari FH ásamt Loga Ólafssyni í síðustu viku.

Eggert hefur leikið undanfarin fimmtán ár í atvinnumennsku erlendis með félögum í Skotlandi, Englandi, Portúgal og í Danmörku.

Félagaskiptaglugginn opnar 5. ágúst næstkomandi og Eggert gæti spilað sinn fyrsta leik með FH gegn Val sama dag.

Kemst Eggert í þitt lið í Draumaliðsdeild Eyjabita?
Eggert er mættur í Draumaliðsdeild Eyjabita. Kemst hann í þitt lið?


Athugasemdir
banner
banner
banner