Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 24. júlí 2021 08:30
Elvar Geir Magnússon
City til í að borga 120 fyrir Kane - Risatilboð Chelsea í Haaland
Powerade
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham.
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham.
Mynd: Getty Images
Jack Grealish.
Jack Grealish.
Mynd: Getty Images
Antoine Griezmann.
Antoine Griezmann.
Mynd: Getty Images
Arturo Vidal er hjá Inter á Ítalíu.
Arturo Vidal er hjá Inter á Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Kane, Haaland, Lukaku, Grealish, Pogba, Mbappe, Camavinga og fleiri góðir menn koma við sögu í slúðurpakkanum í boði Powerade. Það er kraftur í ensku götublöðunum þennan laugardaginn!

Það er næsta víst að Harry Kane (27) muni fara til Manchester City í sumar frá Tottenham. City veit að félagið þarf að fara yfir 100 milljóna punda tilboð og er tilbúið að teygja sig upp í 120 milljónir hið mesta. (Mirror)

Kane telur að Tottenham muni leyfa sér að fara fyrir gluggalok. (Times)

Manchester City hefur gert munnlegt samkomulag við Kane um 350 þúsund pund í vikulaun. (Star)



Chelsea ætlar að gera 130 milljóna punda tilboð í Erling Haaland (22) hjá Borussia Dortmund en eigandinn Roman Abramovich er búinn að gefa grænt ljós á að reyna að gera norska sóknarmanninn að dýrasta leikmanni í sögu félagsins. (Football Insider)

Inter vill fá að minnsta kosti 102,5 milljónir punda frá Chelsea fyrir Romelu Lukaku (28) ef bláliðar ná ekki að kaupa Haaland. (Metro)

Manchester City hefur náð samkomulagi við Jack Grealish (25) og er tilbúið að bjóða Aston Villa 90 milljónir punda fyrir enska sóknarmiðjumanninn. (Football Insider)

Manchester United býst við því að Paris St-Germain geri formlega tilraun til að fá Paul Pogba (28) í þessum glugga. (Telegraph)

Franski sóknarmaðurinn Kylian Mbappe (22) hefur sagt PSG að hann hafi ekki í hyggju að skrifa undir framlengingu á samningi sínum sem rennur út 2022. Hann vill yfirgefa félagið í sumar eða á næsta ári. (AS)

Eduardo Camavinga (18), miðjumaður Rennes, vill helst fara í spænska boltann. Manchester United ræddi við umboðsmenn leikmannsins en þær viðræður skiluðu litlu. (Manchester Evening News)

Barcelona telur að ef Cristiano Ronaldo (36) yfirgefur Juventus í sumar muni ítalska félagið vera tilbúið að fá Antoine Griezmann (30) á lánssamningi með möguleika á kaupum. (Sport)

Joan Laporta, forseti Barcelona, segir að Griezmann sé í miklum metum hjá félaginu en það sé markaður fyrir hann og katalónska félagið hlusti á öll tilboð. (Goal)

Alexandre Lacazette (30) mun ekki fá nýtt samningstilboð frá Arsenal en félagið vonast til að hægt verði að selja hann fyrir um 15 milljónir punda. Það muni hjálpa félaginu að safna fyrir kaupum á Tammy Abraham (23), sóknarmanni Chelsea. (Sun)

Steve Bruce, stjóri Newcastle, ítrekar að félagið vilji fá Joe Willock (21) frá Arsenal en er að bíða eftir ákvörðun frá Lundúnafélaginu og leikmanninum um framtíð hans. (Sky Sports)

Liverpool ætlar að gera nýjan samning við Mohamed Salah (29) en samningur Egyptans rennur út sumarið 2023. (Liverpool Echo)

Fulham er að færast nær velska vængmanninum Harry Wilson (24) hjá Liverpool fyrir um 10 milljónir punda. (Sun)

Bayer Leverkusen hafnaði 30 milljóna punda tilboði Aston Villa í vængmanninn Leon Bailey (23). (Football Insider)

Gabriel Jesus (24), brasilíski framherjinn hjá Manchester City, er efstur á óskalista Juventus. (Calciomercato)

Juventus ætlar að setja aukinn kraft í tilraunir sína til að fá Manuel Locatelli (23), miðjumann ítalska landsliðsins og Sassuolo. (Mail)

Umboðsmaður argentínska sóknarleikmannsins Paulo Dybala (27) er í viðræðum við Juventus um nýjan samning. Dybala á ár eftir af núgildandi samningi. (Calciomercato)

Suður-Amerísku félögin Boca Juniors, Flamengo og Club America hafa öll sýnt Arturo Vidal (34) áhuga. Vidal, sem er hjá Inter, vill spila fyrir eitt félag í Evrópu í viðbót áður en hann snýr aftur til Colo-Colo til að klára ferilinn. (Gazzetta dello Sport)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner