Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 24. júlí 2021 18:53
Victor Pálsson
Kristófer Ingi í dönsku úrvalsdeildina (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Kristófer Ingi Kristinsson hefur skrifað undir samning við danska úrvalsdeildarfélagið Sonderjyske. Hann skrifar undir til ársins 2024.

Þetta var staðfest í dag en þessi 22 ára gamli leikmaður kemur til félagsins frá Grenoble í Frakklandi.

Kristófer samdi fyrst við lið Willem II árið 2017 frá Stjörnunni og spilaði leiki fyrir aðallið í Hollandi.

Grenoble tryggði sér krafta leikmannsins árið 2019 og spilaði hann alls sex deildarleiki og var svo lánaður til varaliðs PSV Eindhoven.

Kristófer skoraði sex mörk í 18 leikjum fyrir varalið PSV í fyrra og stóð sig með prýði.

Sonderjyske er í efstu deild í Danmörku en þar er tímabilið nýbyrjað.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner