Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 24. júlí 2021 10:52
Brynjar Ingi Erluson
Pierluigi Gollini til Tottenham (Staðfest)
Pierluigi Gollini mættur aftur til Englands
Pierluigi Gollini mættur aftur til Englands
Mynd: Heimasíða Tottenham Hotspur
Ítalski markvörðurinn Pierluigi Gollini er genginn til liðs við enska félagið Tottenham Hotspur á láni frá Atalanta. Tottenham fær kauprétt á leikmanninum.

Gollini er 26 ára gamall og þekkir vel til á Englandi en hann var í unglinga- og varaliði Manchester United frá 2012-2014.

Hann fór frá United árið 2014 til að fá meiri leikreynslu og samdi því við Hellas Verona.

Tveimur árum síðar gekk hann í raðir Aston Villa þar sem hann spilaði aðeins hálft tímabil áður en hann var lánaður til Atalanta. Þar var hann nú meira og minna í varahlutverki en félagið ákvað þrátt fyrir það að kaupa hann.

Síðustu þrjú tímabil hefur hann náð að stimpla sig inn í byrjunarlið Atalanta og fengið mikið lof fyrir en nú er hins vegar komið að breytingum því Gollini er mættur til Tottenham á láni frá Atalanta.

Tottenham er með forkaupsréttinn á Gollini sem mun berjast við Hugo Lloris um markvarðarstöðuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner