Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 24. ágúst 2019 22:33
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Liverpool og Arsenal: David Luiz skúrkurinn
Hetjan og skúrkurinn.
Hetjan og skúrkurinn.
Mynd: Getty Images
Mohamed Salah var besti maður vallarins er Liverpool sýndi yfirburði sína og lagði Arsenal að velli 3-1.

Salah skoraði tvennu í leiknum. Fyrra markið var úr vítaspyrnu en það seinna var glæsilegt einstaklingsframtak.

Enginn leikmaður Arsenal fékk yfir 6 í einkunn hjá Sky Sports. David Luiz þótti verstur og fékk 4 fyrir sinn þátt. Hann var ekki nógu sterkur í loftinu þegar Matip skoraði opnunarmarkið og braut svo af sér innan vítateigs í seinni hálfleik. Þá seldi hann sig þegar hann leyfði Salah að sleppa í gegn í þriðja markinu.

Öll miðjan hjá Liverpool fékk 8 í einkunn, rétt eins og Joel Matip og Roberto Firmino. Enginn leikmaður heimamanna þótti slakur í dag.

Liverpool er með fullt hús stiga á toppi úrvalsdeildarinnar. Arsenal er með sex stig eftir sigra gegn Newcastle og Burnley.

Liverpool: Adrian (7), Alexander-Arnold (7), Matip (8), Van Dijk (7), Robertson (7), Fabinho (8), Henderson (8), Wijnaldum (8), Mane (7), Firmino (8), Salah (9)
Varamenn: Milner (7)

Arsenal: Leno (6), Maitland-Niles (5), Luiz (4), Sokratis (6), Monreal (5), Guendouzi (6), Xhaka (6), Ceballos (5), Pepe (6), Aubameyang (5)
Varamenn: Torreira (6)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner