Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 24. ágúst 2019 11:20
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Eini veikleiki Aubameyang er fatastíllinn
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp var hress í viðtali í gær þar sem hann ræddi um stórleikinn gegn Arsenal sem hefst klukkan 16:30 í dag.

Pierre-Emerick Aubameyang verður vafalítið í byrjunarliði Arsenal og var Klopp spurður út í sóknarmanninn, enda störfuðu þeir saman hjá Borussia Dortmund á sínum tíma.

„Það eru fjögur ár síðan ég vann með honum. Í kanttspyrnuheiminum í dag þá vita allir allt um alla, það er ekkert sem kemur á óvart ef þú undirbýrð þig vel," sagði Klopp þegar hann var spurður út í helsta veikleika Aubameyang.

„Auba hefur enga veikleika fyrir utan fatastílinn sinn."

Liverpool tókst að halda Aubameyang í skefjum á síðustu leiktíð og vann heimaleikinn 5-1 á meðan leiknum á Emirates lauk með 1-1 jafntefli.

„Okkur hefur tekist að verjast honum hingað til en það er aldrei hægt að gera það 100% útaf hraðanum sem hann býr yfir. Við vitum af þessu og þurfum að stöðva hann aftur eins og í síðustu leikjum.

„Hann var kantmaður þegar við fengum hann fyrst til Dortmund en með tímanum áttuðum við okkur á því hversu góður hann væri sem fremsti maður. Hann leysti Robert Lewandowski af hólmi eftir að við seldum hann til Bayern.

„Hann þróaði leik sinn mikið, skipti um stöðu á vellinum og var algjör markavél."


Aubameyang er ekki eini leikmaður Arsenal sem lék undir stjórn Klopp hjá Dortmund. Henrikh Mkhitaryan og Sokratis voru einnig lærlingar hjá Klopp.
Athugasemdir
banner
banner
banner