Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. september 2020 18:33
Stefán Marteinn Ólafsson
Byrjunarlið Fylkis og Víkings R: Enginn Óttar Magnús
Óttar Magnús Karlsson. Hann er á leið til Ítalíu.
Óttar Magnús Karlsson. Hann er á leið til Ítalíu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fylkir og Víkingur Reykjavík eigast við í Pepsi Max-deildinni klukkan 19:15 í Árbæ.

Fylkismenn eru að spila sinn 16. leik á Íslandsmótinu á meðan Víkingur R. er að spila sinn 15. leik. Fylkismenn geta með sigri haldið Evrópudraumnum á lofti á meðan Víkingar geta með sigri fjarlægst fallsvæðið enn frekar en þeir sitja fyrir þennan leik í síðasta örugga sætinu, sjö stigum frá fallsæti.

Fylkismenn gera tvær breytingar á liði sínu en Sam Hewson og Arnór Borg Guðjohnsen detta út fyrir Daða Ólafsson og Orra Hrafn Kjartansson.

Víkingur gerir þá breytingar á liði sínu liði en Atli Barkarson dettur út og sömuleiðis Óttar Magnús Karlsson sem hefur leikið sinn síðasta leik fyrir Víkinga en hann er að ganga í raðir Venezia á Ítalíu. Inn koma Halldór Smári Sigurðsson og Dofri Snorrason.

Byrjunarlið Fylkis:
1. Aron Snær Friðriksson (m)
2. Ásgeir Eyþórsson
5. Orri Sveinn Stefánsson
7. Daði Ólafsson
8. Ragnar Bragi Sveinsson (f)
13. Arnór Gauti Ragnarsson
14. Þórður Gunnar Hafþórsson
16. Ólafur Ingi Skúlason
18. Nikulás Val Gunnarsson
22. Orri Hrafn Kjartansson
24. Djair Parfitt-Williams

Byrjunarlið Víkings:
1. Ingvar Jónsson (m)
6. Halldór Smári Sigurðsson
7. Erlingur Agnarsson
11. Dofri Snorrason
15. Kristall Máni Ingason
20. Júlíus Magnússon
21. Kári Árnason (f)
22. Ágúst Eðvald Hlynsson
24. Davíð Örn Atlason
28. Halldór Jón Sigurður Þórðarson
77. Kwame Quee

BEINAR TEXTALÝSINGAR:
19:15 Fylkir - Víkingur
19:15 Breiðablik - Stjarnan
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner