Risatilboði Chelsea hafnað - Tekur Nuno við West Ham? - Tveir á blaði United - Ungur miðvörður til Arsenal?
Magnús Már: Það er gjörsamlega óásættanlegt
Viktor Jóns: Tók eftir því strax í vetur hvað býr í þessum gæja
Damir: Það er enginn skjálfti
Láki: Þetta réðst ekki hér
Lárus Orri kjarnyrtur „Berjast fyrir þessu og fara í svolítið fuck you mode"
Dóri Árna: Það er alveg rétt að stigasöfnun hefur verið rýr í síðustu deildarleikjum
Breki Baxter: FH leikurinn situr núna í okkur
Gummi Kristjáns léttur: Er að spila alltof aftarlega á vellinum
Túfa hefur ekki áhyggjur - „Alvöru menn taka mótlætið á kassann“
„Ekkert að rífa okkur upp til skýja fyrir að vinna Val hérna“
Valdimar Þór: Þurftum ekkert að elta þá út um allt
Sölvi eftir stórsigur á Meistaravöllum: Líst mjög vel á þetta gras hér í KR
Óskar Hrafn hugar að breytingum: Egó þjálfarans getur ekki verið að þvælast fyrir árangri liðsins
Davíð Smári: Ósáttur með að við skulum gleyma fyrir hvað við stöndum
Bjarni Guðjón: Það er gaman að vera Þórsari í dag
„Fullyrði að ekki nokkur leikmaður hefur bætt sig jafn mikið eftir þrítugt"
Rúnar: Þá tekur þú ekki besta leikmanninn í liðinu útaf
Hallgrímur Mar: Getum engum öðrum en sjálfum okkur um kennt
Heimir: Þeir voru að svæfa leikinn og komust upp með það
Jón Daði: Þarf að komast í burtu frá fótbolta og hreinsa hugan
   lau 24. september 2022 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætluðu að vinna fyrir Mist - „Þetta stakk mann í hjartað"
Kvenaboltinn
Arna Sif í leiknum í dag.
Arna Sif í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mist og Arna Sif.
Mist og Arna Sif.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir, miðvörður Vals, var skiljanlega mjög glöð þegar Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 1-2 sigri gegn Aftureldingu í dag.

„Tilfinningin er ógeðslega góð, ógeðslega góð. Við fórum inn í mótið með þetta markmið og núna erum við búnar að ná því," sagði Arna í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur

Arna Sif gekk í raðir Vals fyrir tímabilið og hún er búin að vera stórkostleg í sumar.

„Ég gæti ekki verið glaðari með þetta."

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þær eru líka með hörkulið, ég er mjög hrifin af þessu liði og mér finnst það mjög leiðinlegt hvernig er búið að fara fyrir þeim í sumar - þær eru búnar að vera óheppnar," sagði miðvörðurinn. „Þetta var hörkuleikur."

„Ég kom í Val til vinna og það var mjög góð ákvörðun hjá mér."

Arna og Mist Edvardsdóttir hafa myndað ógnarsterkt miðvarðarpar í sumar. Mist meiddist illa í leiknum gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni í miðri viku og verður lengi frá.

„Ég fékk gæsahúð núna þegar þú sagðir þetta. Maður er 'heartbroken' fyrir hennar hönd. Mist er ekki bara frábær leikmaður og frábær fyrir liðið okkar, hún er líka frábær manneskja sem er búin að þurfa að gera þetta alltof oft. Það er búið að slá hana ansi oft niður og alltaf stendur hún aftur upp. Það er búið að vera algjör heiður að spila með henni. Þetta stakk mann í hjartað," sagði Arna en Lillý Rut Hlynsdóttir hefur komið sterk inn í fjarveru Mistar. Lillý er sjálf að stíga upp úr meiðslum.

„Við ætluðum að vinna þetta í dag fyrir Mist og það tókst."

Allt viðtalið er í spilaranum hérna fyrir ofan en þar ræðir landsliðsmiðvörðurinn um leikinn mikilvæga sem er framundan í Meistaradeildinni.
Athugasemdir