Liverpool undirbýr tilboð í Smit - Jackson vill ekki fara frá Bayern - Baleba ofarlega á óskalista Amorim - Pulisic bíður með að skrifa undir
29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
banner
   lau 24. september 2022 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætluðu að vinna fyrir Mist - „Þetta stakk mann í hjartað"
Kvenaboltinn
Arna Sif í leiknum í dag.
Arna Sif í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mist og Arna Sif.
Mist og Arna Sif.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir, miðvörður Vals, var skiljanlega mjög glöð þegar Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 1-2 sigri gegn Aftureldingu í dag.

„Tilfinningin er ógeðslega góð, ógeðslega góð. Við fórum inn í mótið með þetta markmið og núna erum við búnar að ná því," sagði Arna í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur

Arna Sif gekk í raðir Vals fyrir tímabilið og hún er búin að vera stórkostleg í sumar.

„Ég gæti ekki verið glaðari með þetta."

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þær eru líka með hörkulið, ég er mjög hrifin af þessu liði og mér finnst það mjög leiðinlegt hvernig er búið að fara fyrir þeim í sumar - þær eru búnar að vera óheppnar," sagði miðvörðurinn. „Þetta var hörkuleikur."

„Ég kom í Val til vinna og það var mjög góð ákvörðun hjá mér."

Arna og Mist Edvardsdóttir hafa myndað ógnarsterkt miðvarðarpar í sumar. Mist meiddist illa í leiknum gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni í miðri viku og verður lengi frá.

„Ég fékk gæsahúð núna þegar þú sagðir þetta. Maður er 'heartbroken' fyrir hennar hönd. Mist er ekki bara frábær leikmaður og frábær fyrir liðið okkar, hún er líka frábær manneskja sem er búin að þurfa að gera þetta alltof oft. Það er búið að slá hana ansi oft niður og alltaf stendur hún aftur upp. Það er búið að vera algjör heiður að spila með henni. Þetta stakk mann í hjartað," sagði Arna en Lillý Rut Hlynsdóttir hefur komið sterk inn í fjarveru Mistar. Lillý er sjálf að stíga upp úr meiðslum.

„Við ætluðum að vinna þetta í dag fyrir Mist og það tókst."

Allt viðtalið er í spilaranum hérna fyrir ofan en þar ræðir landsliðsmiðvörðurinn um leikinn mikilvæga sem er framundan í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner