Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
banner
   lau 24. september 2022 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætluðu að vinna fyrir Mist - „Þetta stakk mann í hjartað"
Kvenaboltinn
Arna Sif í leiknum í dag.
Arna Sif í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mist og Arna Sif.
Mist og Arna Sif.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir, miðvörður Vals, var skiljanlega mjög glöð þegar Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 1-2 sigri gegn Aftureldingu í dag.

„Tilfinningin er ógeðslega góð, ógeðslega góð. Við fórum inn í mótið með þetta markmið og núna erum við búnar að ná því," sagði Arna í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur

Arna Sif gekk í raðir Vals fyrir tímabilið og hún er búin að vera stórkostleg í sumar.

„Ég gæti ekki verið glaðari með þetta."

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þær eru líka með hörkulið, ég er mjög hrifin af þessu liði og mér finnst það mjög leiðinlegt hvernig er búið að fara fyrir þeim í sumar - þær eru búnar að vera óheppnar," sagði miðvörðurinn. „Þetta var hörkuleikur."

„Ég kom í Val til vinna og það var mjög góð ákvörðun hjá mér."

Arna og Mist Edvardsdóttir hafa myndað ógnarsterkt miðvarðarpar í sumar. Mist meiddist illa í leiknum gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni í miðri viku og verður lengi frá.

„Ég fékk gæsahúð núna þegar þú sagðir þetta. Maður er 'heartbroken' fyrir hennar hönd. Mist er ekki bara frábær leikmaður og frábær fyrir liðið okkar, hún er líka frábær manneskja sem er búin að þurfa að gera þetta alltof oft. Það er búið að slá hana ansi oft niður og alltaf stendur hún aftur upp. Það er búið að vera algjör heiður að spila með henni. Þetta stakk mann í hjartað," sagði Arna en Lillý Rut Hlynsdóttir hefur komið sterk inn í fjarveru Mistar. Lillý er sjálf að stíga upp úr meiðslum.

„Við ætluðum að vinna þetta í dag fyrir Mist og það tókst."

Allt viðtalið er í spilaranum hérna fyrir ofan en þar ræðir landsliðsmiðvörðurinn um leikinn mikilvæga sem er framundan í Meistaradeildinni.
Athugasemdir
banner
banner