Liverpool undirbýr tilboð í Williams - Man Utd setur verðmiða á Bruno sem er orðaður við Bayern - Vlahovic orðaður við Barca
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
banner
   lau 24. september 2022 18:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætluðu að vinna fyrir Mist - „Þetta stakk mann í hjartað"
Kvenaboltinn
Arna Sif í leiknum í dag.
Arna Sif í leiknum í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mist og Arna Sif.
Mist og Arna Sif.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arna Sif Ásgrímsdóttir, miðvörður Vals, var skiljanlega mjög glöð þegar Valur tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 1-2 sigri gegn Aftureldingu í dag.

„Tilfinningin er ógeðslega góð, ógeðslega góð. Við fórum inn í mótið með þetta markmið og núna erum við búnar að ná því," sagði Arna í viðtali eftir leik.

Lestu um leikinn: Afturelding 1 -  3 Valur

Arna Sif gekk í raðir Vals fyrir tímabilið og hún er búin að vera stórkostleg í sumar.

„Ég gæti ekki verið glaðari með þetta."

„Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru að berjast fyrir lífi sínu í deildinni. Þær eru líka með hörkulið, ég er mjög hrifin af þessu liði og mér finnst það mjög leiðinlegt hvernig er búið að fara fyrir þeim í sumar - þær eru búnar að vera óheppnar," sagði miðvörðurinn. „Þetta var hörkuleikur."

„Ég kom í Val til vinna og það var mjög góð ákvörðun hjá mér."

Arna og Mist Edvardsdóttir hafa myndað ógnarsterkt miðvarðarpar í sumar. Mist meiddist illa í leiknum gegn Slavia Prag í Meistaradeildinni í miðri viku og verður lengi frá.

„Ég fékk gæsahúð núna þegar þú sagðir þetta. Maður er 'heartbroken' fyrir hennar hönd. Mist er ekki bara frábær leikmaður og frábær fyrir liðið okkar, hún er líka frábær manneskja sem er búin að þurfa að gera þetta alltof oft. Það er búið að slá hana ansi oft niður og alltaf stendur hún aftur upp. Það er búið að vera algjör heiður að spila með henni. Þetta stakk mann í hjartað," sagði Arna en Lillý Rut Hlynsdóttir hefur komið sterk inn í fjarveru Mistar. Lillý er sjálf að stíga upp úr meiðslum.

„Við ætluðum að vinna þetta í dag fyrir Mist og það tókst."

Allt viðtalið er í spilaranum hérna fyrir ofan en þar ræðir landsliðsmiðvörðurinn um leikinn mikilvæga sem er framundan í Meistaradeildinni.
Athugasemdir