Trent áfram hjá Real Madrid - Arsenal á eftir Alvarez - Bayern og Liverpool berjast um Diomande
   sun 24. september 2023 18:09
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía: Napoli gerði jafntefli í Bologna - Sigrar hjá Atalanta og Fiorentina
Mynd: EPA
Mynd: EPA

Ítalíumeistarar Napoli heimsóttu Bologna í ítalska boltanum í dag en þeim tókst ekki að sigra á útivelli.


Napoli var sterkari aðilinn í fyrri hálfleik en leikurinn jafnaðist út í þeim síðari. Victor Osimhen fékk besta færi leiksins á 72. mínútu þegar hann var sendur á vítapunktinn en honum brást bogalistin og setti hann boltann framhjá markinu.

Bologna vildi fá vítaspyrnu seint í uppbótartíma þegar boltinn fór í hendi Zambo Anguissa innan vítateigs en dómarinn dæmdi ekki og ákvað VAR-teymið ekki að skerast inn í leikinn. Lokatölur urðu því 0-0 og er Napoli með átta stig eftir fimm umferðir á nýju deildartímabili. Bologna er með sex stig.

Ademola Lookman og Mario Pasalic skoruðu þá mörkin í 2-0 sigri Atalanta gegn lærisveinum Claudio Ranieri sem kíktu í heimsókn frá Cagliari.

Atalanta verðskuldaði sigurinn og er með níu stig eftir fimm umferðir. Nýliðar Cagliari eru aðeins með tvö stig.

Giacomo Bonaventura var að lokum hetjan í sigri Fiorentina á útivelli gegn Udinese. Hann gaf stoðsendingu á Lucas Martinez Quarta í fyrri hálfleik og innsiglaði svo sigurinn með dramatísku marki í uppbótartíma.

Heimamenn í Udinese voru talsvert sterkari aðilinn í leiknum en þeim tókst einfaldlega ekki að skora þrátt fyrir urmul færa.

Roma heimsækir Torino í lokaleik dagsins í ítalska boltanum.

Bologna 0 - 0 Napoli

Atalanta 2 - 0 Cagliari
1-0 Ademola Lookman ('33) 
2-0 Mario Pasalic ('76)

Udinese 0 - 2 Fiorentina
0-1 Lucas Martinez Quarta ('32)
0-2 Giacomo Bonaventura ('93)


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 22 17 1 4 50 19 +31 52
2 Milan 21 13 7 1 34 16 +18 46
3 Napoli 21 13 4 4 31 17 +14 43
4 Roma 21 14 0 7 26 12 +14 42
5 Como 22 11 7 4 37 16 +21 40
6 Juventus 21 11 6 4 32 17 +15 39
7 Atalanta 21 8 8 5 26 20 +6 32
8 Bologna 21 8 6 7 30 24 +6 30
9 Lazio 22 7 8 7 21 19 +2 29
10 Udinese 21 7 5 9 22 33 -11 26
11 Cagliari 22 6 7 9 24 31 -7 25
12 Sassuolo 21 6 5 10 23 28 -5 23
13 Cremonese 21 5 8 8 20 28 -8 23
14 Parma 21 5 8 8 14 22 -8 23
15 Torino 22 6 5 11 21 40 -19 23
16 Genoa 21 4 8 9 22 29 -7 20
17 Lecce 22 4 6 12 13 29 -16 18
18 Fiorentina 22 3 8 11 24 34 -10 17
19 Verona 21 2 8 11 17 34 -17 14
20 Pisa 22 1 11 10 18 37 -19 14
Athugasemdir
banner