Van Dijk íhugaði Real - Anderson til í að fara til United - Sancho má fara frítt - Real ætlar að selja Vinicius
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
Matti Villa: Geggjaður endir á frábæru tímabili og mínum ferli
Sölvi um Pablo og Matta Villa: Þetta eru algjörir sigurvegarar
   sun 24. september 2023 19:06
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Rúnar Kristins: Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fínt stig, fínn leikur svona að mestu leiti“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 2-2 jafntefli gegn Val á Meistaravöllum í dag.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Valur

Ég var ánægður með síðari hálfleikinn, í fyrri fannst mér aðeins of rólegt tempó hjá okkur. Við vorum töluvert með boltann og Valsmenn reyndar líka en mér fannst vanta meiri hraða í okkar leik, sérstaklega að komast inn á síðasta þriðjung til að skapa færi. Við sköpum ekki nóg en þegar við sköpum eitthvað þá er færanýtingin ekki nægilega góð. Seinni hálfleikur góður, meiri hraði og mér fannst við vera betri aðilinn í síðari hálfleik“ hélt hann svo áfram.

Annan leikinn í röð lenda KR undir og þurfa að elta leikinn, aðspurður hvort það sé ekki frústrerandi að lenda svona undir segir hann:

Já, við þurfum að finna eitthvað jafnvægi í þessu. Við erum að fá á okkur mörk þegar við erum að sækja, fáum á okkur skyndisóknir eða eins og gegn Víking, mark úr föstu leikatriði. Það er súrt þegar leikurinn á jörðinni og inn á vellinum er í jafnvægi og þá virðist það vera þannig að við fáum alltaf fyrsta markið á okkur og það er náttúrulega bara við okkur sjálfa að eiga. Við þurfum að laga þessa hluti, við þurfum að skoða þá og verða svo flinkari í því að búa til betri færi og nýta okkar færi þegar þau bjóðast þannig að við verðum bara að líta í eigin barm.“

KR eru ennþá í mikilli baráttu um seinni tvö Evrópusætin og hafa því að nægu að keppa í síðustu leikjunum en næsti leikur hjá þeim er gegn Stjörnunni næstkomandi fimmtudag. Fara KRingar ekki klárir inn í þann leik?

Já, já, við förum brattir inn í það, við förum brattir inn í alla leiki. Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er og hvað við þurfum að gera.“

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner