Arsenal með í kapphlaupinu um Ekitike - Mikill áhugi á McAtee - Man Utd tilbúið að selja Malacia
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
Upplifir fyrsta stórmótið með Íslandi - „Eiginlega engin orð fyrir það"
Skelltu sér í sjóinn og fengu góðan mat - „Bara flottara í persónu"
   sun 24. september 2023 19:06
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Rúnar Kristins: Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fínt stig, fínn leikur svona að mestu leiti“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 2-2 jafntefli gegn Val á Meistaravöllum í dag.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Valur

Ég var ánægður með síðari hálfleikinn, í fyrri fannst mér aðeins of rólegt tempó hjá okkur. Við vorum töluvert með boltann og Valsmenn reyndar líka en mér fannst vanta meiri hraða í okkar leik, sérstaklega að komast inn á síðasta þriðjung til að skapa færi. Við sköpum ekki nóg en þegar við sköpum eitthvað þá er færanýtingin ekki nægilega góð. Seinni hálfleikur góður, meiri hraði og mér fannst við vera betri aðilinn í síðari hálfleik“ hélt hann svo áfram.

Annan leikinn í röð lenda KR undir og þurfa að elta leikinn, aðspurður hvort það sé ekki frústrerandi að lenda svona undir segir hann:

Já, við þurfum að finna eitthvað jafnvægi í þessu. Við erum að fá á okkur mörk þegar við erum að sækja, fáum á okkur skyndisóknir eða eins og gegn Víking, mark úr föstu leikatriði. Það er súrt þegar leikurinn á jörðinni og inn á vellinum er í jafnvægi og þá virðist það vera þannig að við fáum alltaf fyrsta markið á okkur og það er náttúrulega bara við okkur sjálfa að eiga. Við þurfum að laga þessa hluti, við þurfum að skoða þá og verða svo flinkari í því að búa til betri færi og nýta okkar færi þegar þau bjóðast þannig að við verðum bara að líta í eigin barm.“

KR eru ennþá í mikilli baráttu um seinni tvö Evrópusætin og hafa því að nægu að keppa í síðustu leikjunum en næsti leikur hjá þeim er gegn Stjörnunni næstkomandi fimmtudag. Fara KRingar ekki klárir inn í þann leik?

Já, já, við förum brattir inn í það, við förum brattir inn í alla leiki. Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er og hvað við þurfum að gera.“

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner
banner