Ekitike áþjáður í að fara til Liverpool og hefur farið fram á sölu - Wissa vill frekar fara til Tottenham en Newcastle
Venni: Ég ætla nú ekkert að saka mína menn um að vera lélegir
„Ef það eru leikmenn sem vilja koma í Leikni að þá er allt í lagi að hringja í okkur"
Halli Hróðmars svekktur: Ef það gýs í Snæfellsjökli þá er Grindavík lokað
Ásgeir Frank: Við vonandi f***** lærum af þessu
Amin grét eftir leik: Klikkuð tilfinning og ég gat ekki endað þetta betur
Arnar Grétars: Tekur alltaf einhvern tíma að stimpla eitthvað inn
„Hversu sætt er það að Amin Cosic skori úrslitamarkið í síðasta leiknum sínum og komi okkur á toppinn"
Haraldur Freyr: Skiptingar í heimsklassa
Bjarni Jó: Það voru æðri völd í landinu sem tóku þá ákvörðun
Siggi Höskulds: Kannski hentaði okkur betur að tempóið færi úr leiknum
Hemmi Hreiðars: Þeir lágu í vellinum og töfðu
Aron Elí svekktur með jafnteflið: Afhverju að hætta?
Maggi: Ekki gott, skulum vona að það sé eitthvað minna
Rúnar Kristins: Hann fór með sjúkrabíl í hálfleik
Pablo: Vissum að þetta met var í boði og við vildum slá það
Nikolaj Hansen: Allir vita að ég elska Víking
Danni Hafsteins: Þeir gáfust bara upp eftir fyrri hálfleikinn
Sölvi Geir: Gaman að slá met og skrifa sig í sögubækurnar
Brynjar ræðir hlutverk sitt hjá Víkingi - „Þetta hefur verið góð reynsla"
"Hart barist og mikið hlaupið"
   sun 24. september 2023 19:06
Elíza Gígja Ómarsdóttir
Rúnar Kristins: Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Rúnar Kristinsson, þjálfari KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Fínt stig, fínn leikur svona að mestu leiti“ sagði Rúnar Kristinsson, þjálfari KR, eftir 2-2 jafntefli gegn Val á Meistaravöllum í dag.


Lestu um leikinn: KR 2 -  2 Valur

Ég var ánægður með síðari hálfleikinn, í fyrri fannst mér aðeins of rólegt tempó hjá okkur. Við vorum töluvert með boltann og Valsmenn reyndar líka en mér fannst vanta meiri hraða í okkar leik, sérstaklega að komast inn á síðasta þriðjung til að skapa færi. Við sköpum ekki nóg en þegar við sköpum eitthvað þá er færanýtingin ekki nægilega góð. Seinni hálfleikur góður, meiri hraði og mér fannst við vera betri aðilinn í síðari hálfleik“ hélt hann svo áfram.

Annan leikinn í röð lenda KR undir og þurfa að elta leikinn, aðspurður hvort það sé ekki frústrerandi að lenda svona undir segir hann:

Já, við þurfum að finna eitthvað jafnvægi í þessu. Við erum að fá á okkur mörk þegar við erum að sækja, fáum á okkur skyndisóknir eða eins og gegn Víking, mark úr föstu leikatriði. Það er súrt þegar leikurinn á jörðinni og inn á vellinum er í jafnvægi og þá virðist það vera þannig að við fáum alltaf fyrsta markið á okkur og það er náttúrulega bara við okkur sjálfa að eiga. Við þurfum að laga þessa hluti, við þurfum að skoða þá og verða svo flinkari í því að búa til betri færi og nýta okkar færi þegar þau bjóðast þannig að við verðum bara að líta í eigin barm.“

KR eru ennþá í mikilli baráttu um seinni tvö Evrópusætin og hafa því að nægu að keppa í síðustu leikjunum en næsti leikur hjá þeim er gegn Stjörnunni næstkomandi fimmtudag. Fara KRingar ekki klárir inn í þann leik?

Já, já, við förum brattir inn í það, við förum brattir inn í alla leiki. Við gerum okkur grein fyrir því hver staðan er og hvað við þurfum að gera.“

Viðtalið við Rúnar má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner