lau 24. október 2020 17:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rifja upp ummæli Klopp um Pogba í kjölfar meiðsla van Dijk
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk verður frá í lengri tíma eftir að hafa meiðst gegn Everton um síðustu helgi. Mðvörðurinn hefur verið klettur í vörn Liverpool frá því félagið keypti hann frá Southampton í janúar 2018.

Virgil kostaði 75 milljónir punda sem þykir í grunninn nokkuð há upphæð en fáir sem segja í dag að Liverpool hafi borgað of mikið fyrir Hollendinginn.

Í kjölfar meiðslanna rifja breskir fjölmiðlar upp ummæli Jurgen Klopp, stjóra Liverpool, um Manchester United í kjölfar kaupanna á Paul Pogba frá Juventus fyrir metupphæð.

„Ef þú færð inn einn leikmann fyrir 100 milljónir punda og hann meiðist þá fer allt í gegnum strompinn," sagði Klopp á sínum tíma.

„Þegar sá dagur rennur upp að þetta er hluti af leiknum þá verð ég atvinnulaus því leikurinn snýst um að spila saman. Svoleiðis skilja allir í boltanum leikinn."

„Þú vilt alltaf hafa og eiga það besta en að byggja upp hóp er nauðsynlegt til að njóta velgengni. Önnur félög geta farið og eytt hærri upphæðum og náð í mjög góða leikmenn. Ég vil gera hlutina öðruvísi. Ég myndi jafnvel gera hlutina öðruvísi ef ég gæti eytt slíkum upphæðum."


Virgil van Dijk mun fara í aðgerð á hné á næstunni og óvíst hvenær hann snýr aftur. Paul Pogba til samnaburðar hefur byrjað á bekknum hjá Manchester United í undanförnum leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner