Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   lau 24. október 2020 20:03
Ívan Guðjón Baldursson
Sjáðu atvikið: Umdeildur vítaspyrnudómur í Liverpool
Mynd: Getty Images
Liverpool er að spila við Sheffield United í ensku úrvalsdeildinni og er staðan 1-1 í hálfleik.

Gestirnir frá Sheffield komust óvænt yfir þegar Sander Berge skoraði úr vítaspyrnu á 13. mínútu. Vítaspyrnudómurinn er afar umdeildur og hafa Mike Dean og Andre Marriner fengið mikla gagnrýni fyrir.

Dean er dómari leiksins á meðan Marriner er yfir VAR herberginu. Dean flautaði þegar Fabinho virtist vinna boltann á vítateigslínunni en hann var ekki viss um hvort tæklingin hafi átt sér stað innan eða utan teigs. Marriner og félagar skoðuðu atvikið á skjáunum sínum og úrskurðuðu að brotið hafi átt sér stað innan teigs.

Þeir skoðuðu hins vegar ekki hvort um brot hafi verið að ræða til að byrja með.

Þetta er allt saman mjög tæpt og eru stuðningsmenn Liverpool æfir yfir þessari ákvörðun.

Sjón er sögu ríkari.


Athugasemdir
banner
banner