Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 24. október 2021 11:18
Brynjar Ingi Erluson
„Man Utd ekki með jafn gott fótboltalið og Liverpool í dag"
Man Utd hefur treyst mikið á einstaklingsgæði til þessa
Man Utd hefur treyst mikið á einstaklingsgæði til þessa
Mynd: EPA
Manchester United og Liverpool eigast við í 9. umferð ensku úrvalsdeildarinnar klukkan 15:30 á Old Trafford í dag en Kristján Atli Ragnarssson ræddi um leikinn í útvarpsþættinum Fótbolta.net í gær.

Það er sannkallaður ofurdagur í fótboltanum í dag og margir stórleikir á dagskrá.

Það var hitað upp fyrir leik United og Liverpool í útvarpsþættinum í dag en Kristján Atli, sérfræðingur útvarpsþáttarins, fór yfir leikinn og við hverju er að búast.

„Mitt mat er það að Man Utd er ekki jafn gott fótboltalið og Liverpool í dag. Þeir eru með jafn góðan mannskap og Liverpool, ef þú ferð að taka og bera saman leikmannahópana þá eru þeir hérumbil með jafn góðan mannskap."

„Það stuðar mig þegar maður skoðar hópana. Gary Neville er bara að velja tvo leikmenn úr United í sameiginlegt lið þessa tveggja knattspyrnuliða fyrir þennan leik. Hvað segir það okkur um þjálfarann? Hverju er hann að ná út úr þessum leikmannahópi?"

„Ég er ekki enn að sjá neina taktík hjá United annað en þá að vera þéttir, baráttuglaðir og skipulagðir og treysta svo á að þessir toppar stígi upp. Þeir eru comeback kings og voru það í fyrra, óþægilega oft sem þeir voru að lenda undir og koma til baka. Þeir gerðu það oft því gæðin eru klárlega til staðar og þeir eru búnir að gera þetta 3-4 sinnum á þessu tímabili líka."

„Sérstaklega í Meistaradeildinni þar sem þeir ættu að vera dauðir og búnir en eru búnir að ná að snúa tveimur tapleikjum í röð í sigur í seinni hálfleik á Old Trafford. Ef United ætlar að vinna þennan leik þá sé það leiðin. Að vera kannski jafnir eða einu marki undir í hálfleik og treysta á a þessa ástríðu og einstaklingsgæði til að koma til baka í seinni hálfleik,"
sagði hann um leikinn.

Hann telur að Liverpool vinni leikinn ef þetta verður taktík gegn taktík og að United einblíni ekki á einstaklingsgæðin.

„Ef við ætlum að tala um taktík og annað slíkt. Ef þessi leikur byrjar og það verður ekkert húllumhæ, þetta verður bara taktík gegn taktík, þá vinnur Liverpool þennan leik eins og í vor, því þeir eru betra fótboltalið og það er miklu betri stjóri á línunni."

Það hefur verið rætt um að sæti Ole Gunnar Solskjær sé heitt hjá United en hann hafi bjargað sér með því að vinna Atalanta í vikunni eftir að hafa lent 2-0 undir.

„Já, það bjargar honum frá þessari umræðu. Þetta var ekkert gott fyrir þá að því leitinu til að þeir eyddu óþarfa orku í þennan leik því þeir hefðu náttúrlega viljað vinna þennan leik og geta tekið menn útaf, en í staðinn voru menn að gefa allt sitt í málstaðinn í 95 mínútur degi eftir að Liverpool spilaði leik. Þetta var ekkert ákjósanlegt fyrir þá upp á það að gera."

„Mér líður eins og ég sé svikinn. Mér finnst eins og ég eigi að geta gengið inn í þessa helgi með brjóstkassann úti og sagt að við séum að fara að slökkva í United, en einstaklingsgæðin eru þannig að þetta er ekkert auðvelt. Þetta er 50-50,"
sagði hann í lokin um þennan leik.
Útvarpsþátturinn - Bak við tjöldin hjá meisturunum og enski
Athugasemdir