Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 24. október 2021 22:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sofandaháttur hjá Harry Kane
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Harry Kane, sóknarmaður Tottenham, var harðlega gagnrýndur eftir tap Tottenham gegn West Ham í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Eina mark leiksins kom á 72. mínútu. Michail Antonio skoraði þá eftir hornspyrnu Aaron Cresswell. Sjötta mark hans gegn Tottenham á ferlinum.

Kane var gagnrýndur fyrir sinn hlut í markinu þar sem hann var jú að taka Antonio í teignum.

Graeme Souness, sérfræðingur Sky Sports, sagði að það liti út eins og Kane væri ekki alveg einbeittur á það sem væri að gerast. „Þú verður að ráðast á boltann. Þú myndir gera það á hinum endanum. Í staðinn er hann að hugsa um að sóknarmaðurinn komist ekki á boltann."

Það var mikið skotið á Kane á samfélagsmiðlum eins og sjá má hér að neðan.

Kane vildi yfirgefa Tottenham síðasta sumar og er ekki alveg búinn að vera upp á sitt besta á þessu tímabili.







Athugasemdir
banner
banner
banner