Það var líf og fjör í síðustu tveimur leikjum dagsins í deild þeirra bestu á Spáni, La Liga.
Luis Suarez var bjargvættur Atletico Madrid gegn Real Sociedad á heimavelli. Norðurlandabúarnir Alexander Sorloth og Alexander Isak komu Sociedad í 2-0. Isak, sem er frá Svíþjóð, skoraði annað markið á 48. mínútu eftir að Norðmaðurinn Sorloth hafði komið heimamönnum yfir á sjöundu mínútu.
Eftir seinna markið vaknaði Atletico til lífsins. Suarez minnkaði muninn eftir rúmlega klukkutíma leik og á 77. mínútu jafnaði hann úr vítaspyrnu.
Lokatölur 2-2 í þessum leik, hvorugt liðið náði að pota inn sigurmarki. Sociedad er á toppnum í deildinni með 21 stig, en ríkjandi meistarar Atletico sitja í fjórða sæti með þremur stigum minna. Atletico á þó leik til góða.
Í hinum leiknum náði Real Betis að landa 3-2 sigri gegn Rayo Vallecano. Rayo kom til baka eftir að hafa lent 2-0 undir, en Willian Jose gerði sigurmarkið úr vítaspyrnu.
Atletico Madrid 2 - 2 Real Sociedad
0-1 Alexander Sorloth ('7 )
0-2 Alexander Isak ('48 )
1-2 Luis Suarez ('61 )
2-2 Luis Suarez ('77 , víti)
Betis 3 - 2 Rayo Vallecano
1-0 Alex Moreno ('22 )
2-0 Juanmi ('24 )
2-1 Randy Nteka ('45 )
2-2 Alvaro Garcia ('65 )
3-2 Willian Jose ('75 , víti)
Önnur úrslit í dag:
Spánn: Real Madrid með tak á Börsungum - Fjórði sigurinn í röð
Athugasemdir