Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 24. nóvember 2021 10:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Jorge Jesus brjálaður: Aldrei séð neitt í líkingu við þetta
Viðbrögð Jesus
Viðbrögð Jesus
Mynd: EPA
Í gær fékk Haris Seferofic algjört dauðafæri til að tryggja liði sínu, Benfica, þrjú stig í Meistaradeildinni gegn Barcelona. Seferovic gerði vel eftir að hann fékk boltann en lokasnertingin hans, skotið, var hræðilegt.

Tveir leikmenn Benfica komust gegn einum varnarmanni Börsunga. Seferovic fékk sendingu nokkrum metrum fyrir utan vítateig, tók eina snertingu og kom boltanum í kjölfarið framhjá Marc-Andre ter Stegen í marki Barclona.

Þá átti Seferovic einungis eftir að koma boltanum í netið en pikkaði boltanum framhjá. Seferovic var svekktur með sjálfan sig en Jorge Jesus, stjóri Benfica, langaði að komast ofan í jörðina - hann var svo svekktur.

Smelltu hér til að sjá færið.

Jesus var ekki búinn að jafna sig á þessu þegar hann mætti í viðtal eftir leik.

„Á 30 árum sem þjálfari hef ég aldrei séð neitt þessu líkt. En þetta gerðist, gerðist fyrir mig og fyrir Benfica," sagði Jesus sem var gífurlega ósáttur.

Benfica er í 3. sæti riðilsins og þarf að vinna gegn Dynamo Kiev í lokaumferðinni og treysta á að Barcelona sigri ekki Bayern Munchen í lokaumferð riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner