Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 24. nóvember 2022 19:47
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeild kvenna: Glódís og stöllur áttu ekki möguleika í Barcelona
Mynd: Mirko Kappes

Glódís Perla Viggósdóttir lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá FC Bayern sem heimsótti stórveldi Barcelona í riðlakeppni Meistaradeildar kvenna. Cecilía Rán Rúnarsdóttir var á bekknum hjá Bayern.


Barcelona stjórnaði gangi mála frá upphafi til enda og verðskuldaði 3-0 sigur að lokum. Barca trónir á toppi riðilsins með fullt hús stiga eftir þrjár umferðir og er Bayern í öðru sæti með sex stig.

Rosengård og Benfica, sem innihalda vel þekkta leikmenn á Íslandi, eru stigalaus á botni riðilsins og eigast við seinna í kvöld.

Lyon heimsótti þá Zurich í C-riðli og vann þægilegan sigur. Lyon er komið með fjögur stig eftir þrjár umferðir þar sem liðið steinlá gegn Arsenal í fyrstu umferð og gerði svo jafntefli við Juventus.

Barcelona 3 - 0 FC Bayern
1-0 Geyse ('48)
2-0 Aitana Bonmati ('60)
3-0 Claudia Pina ('66)

Zurich 0 - 3 Lyon
0-1 Melvine Malard ('4)
0-2 Signe Bruun ('35)
0-3 Signe Bruun ('66)


Athugasemdir
banner
banner
banner