Diaz, Salah, Gallagher, Jorginho, Greenwood, Cancelo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 24. nóvember 2022 10:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þær íslensku æfðu á Nývangi í gær - „Þetta var súrrealískt"
Cecilía og Glódís eru í hópnum fyrir leik kvöldsins.
Cecilía og Glódís eru í hópnum fyrir leik kvöldsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bayern München spilar í kvöld við Barcelona á Camp Nou í Meistaradeild kvenna.

Leikurinn hefst klukkan 17:45 en Glódís Perla Viggósdóttir, Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og Cecilía Rán Rúnarsdóttir eru allar á mála hjá Bayern.

Glódís og Cecilía eru í hópnum fyrir leik kvöldsins en Karólína er enn fjarri góðu gamni vegna meiðsla.

Bayern æfði á Nývangi í gær en um er að ræða einhvern stórkostlega leikvang í heimi. Þarna er pláss fyrir um 100 þúsund manns.

„Þetta var súrrealískt. Við erum tilbúnar í kvöldið," skrifaði landsliðsmarkvörðurinn Cecilía Rán við mynd á Instagram sem má sjá hér að neðan.

Það verður fróðlegt að fylgjast með leiknum en bæði þessi lið eru með sex stig eftir tvo leiki fyrir viðureignina í kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner