Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 25. janúar 2017 13:08
Elvar Geir Magnússon
Birkir Bjarna í Aston Villa (Staðfest)
BBC segir að Birkir sé keyptur á 1,75 milljón punda.
BBC segir að Birkir sé keyptur á 1,75 milljón punda.
Mynd: Aston Villa
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Aston Villa hefur tilkynnt það að íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason sé genginn í raðir félagsins. Þetta tilkynnti félagið á Twitter síðu sinni en stuttu áður hafði eigandi félagsins, kínverski viðskiptamaðurinn Tony Xia, byrjað að fylgja Birki á samskiptamiðlinum.

Birkir er 28 ára og er gríðarlega vinsæll hjá íslenskum fótboltaáhugamönnum enda verið lykilmaður í íslenska landsliðinu. Í sumar skoraði hann fyrsta mark Íslands á stórmóti þegar hann skoraði gegn Portúgal í fyrsta leik riðilsins, hann skoraði einnig gegn Frökkum í 8-liða úrslitunum.

BBC segir að kaupverðið sé 1,75 milljón punda sem er í kringum 255 milljónir íslenskra króna. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við Villa.

Birkir getur spilað allar stöður á miðsvæðinu. Steve Bruce er knattspyrnustjóri Aston Villa sem situr í þrettánda sæti Championship-deildarinnar. Forráðamenn félagsins vilja koma liðinu sem fyrst upp í deild þeirra bestu og binda vonir við að liðið nái á þessu tímabili að blanda sér í baráttu um umspilssæti.

„Ég er ánægður með að hafa samið við Aston Villa," sagði Birkir eftir undirskriftina. „Þetta er mjög stórt félag. Ég hlakka núna til að fara út á völl og hjálpa liðinu."

Birkir verður fimmti íslenski landsliðsmaðurinn í Championship deildinni en þar leika einnig Aron Einar Gunnarsson (Cardiff), Hörður Björgvin Magnússon (Bristol City), Jón Daði Böðvarsson (Wolves) og Ragnar Sigurðsson (Fulham).

Birkir hóf meistaraflokksferil sinn hjá Viking í Noregi en hann hefur síðan þá leikið með Standard Liege í Belgíu, Pescara og Samporia á Ítalíu sem og Basel.

Fyrsti leikur Birkis fyrir Aston Villa gæti verið næsta þriðjudag en þá er deildarleikur gegn Brentford.
Athugasemdir
banner
banner
banner