lau 25. janúar 2020 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Hafnaði Celtic og Rangers til að vera áfram hjá Stoke
Mynd: Getty Images
Sky Sports greinir frá því að Tyrese Campbell hafi hafnað bæði Celtic og Rangers í Skotlandi til að vera áfram hjá Stoke City í Championship deildinni.

Samningur Campbell hefði runnið út næsta sumar en hann er nú búinn að skrifa undir nýjan samning sem gildir þar til í júní 2024.

Campbell er tvítugur sóknarmaður sem er búinn að skora fjögur mörk í síðustu fimm deildarleikjum. Heimildir Sky herma að hann hafi viljað skipta yfir til Skotlands en Michael O'Neill, stjóri Stoke, hafi fengið hann til að skipta um skoðun á síðustu stundu.

Stoke er búið að sitja í fallsæti stóran part tímabils en hefur verið að ganga vel að undanförnu og er fjórum stigum frá falli sem stendur, með 28 stig eftir 28 umferðir.

Campbell hefur skorað tvö mörk í tveimur landsleikjum með U20 liði Englands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner