Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 25. janúar 2021 21:45
Brynjar Ingi Erluson
Enski bikarinn: Ndombele skoraði tvö í sigri Tottenham
Mæta Everton í fimmtu umferð
Tanguy Ndombele og Heung-Min Son fagna
Tanguy Ndombele og Heung-Min Son fagna
Mynd: Getty Images
Wycombe Wanderers 1 - 4 Tottenham
1-0 Fred Onyedinma ('25 )
1-1 Gareth Bale ('45 )
1-2 Harry Winks ('86 )
1-3 Tanguy Ndombele ('87 )
1-4 Tanguy Ndombele ('90 )

Tottenham Hotspur er komið áfram í fimmtu umferð enska bikarsins eftir 4-1 sigur á Wycombe Wanderers í kvöld. Lærisveinar Jose Mourinho náðu að tryggja sér farseðilinn í næstu umferð með þremur mörkum undir lokin.

Gareth Bale var í byrjunarliði Tottenham og virkaði hann frekar líflegur fyrstu mínúturnar en hann skapaði sér tvö hættuleg færi áður en Wycombe kom Tottenham á óvart með marki.

Fred Onyedinma skoraði þá eftir sendingu frá Uche Ikpeazu. Fremur auðvelt og þægilegt fyrir Wycombe en það má setja spurningarmerki varnarleikinn því það var enginn á Onyedinma.

Sissoko átti skot í þverslá á 36. mínútu eftir góðan undirbúning frá Bale. Velski landsliðsmaðurinn sá þó til þess að Tottenham jafnaði leikinn undir lok hálfleiksins.

Lucas Moura átti fyrirgjöf inn í teiginn og þar var Bale mættur til að skora örugglega framhjá Ryan Allsop.

Mourinho neyddist til að setja Tanguy Ndombele, Harry Kane og Heung-Min Son til að klára leikinn. Undir lokin skilaði það sér í þremur mörkum.

Harry Winks kom Tottenham yfir á 86. mínútu. Allsop varði skot frá Kane og endaði boltinn hjá Winks skem skoraði örugglega. Innan við mínútu síðar gerði Ndombele þriðja markið.

Hann skoraði eftir sendingu frá Son og hann bætti svo við fjórða markinu í uppbótartíma. Glæsileg fótavinna hjá honum og lokatölur 4-1 fyrir Tottenham sem er komið áfram í næstu umferð bikarsins. Tottenham mætir Everton í fimmtu umferðinni.
Athugasemdir
banner