Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   þri 25. janúar 2022 14:19
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hafa ekki heyrt í Viborg varðandi Freysa
Mynd: Lyngby
Viborg í Danmörku er í þjálfaraleit eftir að Lars Friis hætti sem þjálfari liðsins. Freyr Alexandersson ersamkvæmt heimildum Fótbolta.net á blaði hjá Viborg en hann er samningsbundinn Lyngby.

Friis er að taka við AAB í sumar og ákvað að rifta samningi sínum við Viborg.

Menn hjá Lyngby vissu að Viborg hefði áður sýnt Frey áhuga en yfirmaður fótboltamála hjá félaginu sagðist ekki hafa heyrt frá Viborg varðandi Frey.

„Við höfum ekki fengið neinar fyrirspurnir frá Viborg," sagði Nicas Kjeldsen við bold.dk.

„Freyr hefur verið opinn með það að hann hafi áður farið í viðræður við Viborg en við höfum ekki heyrt frá þeim á þessu stigi málsins. Hvort að hann sé á lista hjá þeim eru bara getgátur."

„Freyr er samningsbundinn Lyngby í eitt og hálft ár í viðbót og við erum mjög ánægðir með samstarfið. Ég sé ekki fyr­ir mér að Freyr sé á för­um héðan,"
sagði Kjeldsen.

Freyr er 39 ára gamall og samdi við Lyngby fyrir tímabilið sem nú er í gangi. Lyngby er í 3. sæti næstefstu deildar. Viborg er í 8. sæti Superliga.
Athugasemdir
banner
banner
banner