þri 25. janúar 2022 20:18
Brynjar Ingi Erluson
Segir allt klappað og klárt með Azpilicueta
Cesar Azpilicueta snýr aftur til Spánar
Cesar Azpilicueta snýr aftur til Spánar
Mynd: EPA
Cesar Azpilicueta, fyrirliði Chelsea, mun ganga til liðs við Barcelona eftir þetta tímabil en þetta segir Xavi Campos á Catalunya Radio í dag.

Samningur Azpilicueta við Chelsea rennur út í sumar og hefur hann síðustu vikur verið í viðræðum við Barcelona.

Spánverjinn er að spila sitt tíunda tímabil með Chelsea og hefur unnið allt sem hægt er að vinna með félaginu en er nú tilbúinn að snúa aftur til Spánar.

Fjölmiðlar á Spáni greindu frá því undir lok síðasta árs að leikmaðurinn væri búinn að ná munnlegu samkomulagi við Barcelona um að ganga til liðs við félagið í sumar.

Blaðamaðurinn Xavi Campos gekk svo langt í Catalunya Radio í dag að segja að nú væri endanlegt samkomulag í höfn og að allt væri klappað og klárt.

Azpilicueta er 32 ára gamall og hefur áður spilað fyrir Marseille og Osasuna.
Athugasemdir
banner
banner
banner