Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   þri 25. janúar 2022 18:36
Brynjar Ingi Erluson
Sevilla ætlar ekki að selja Carlos til Newcastle
Diego Carlos fer hvergi
Diego Carlos fer hvergi
Mynd: Getty Images
Spænska félagið Sevilla ætlar ekki að selja brasilíska miðvörðinn Diego Carlos í þessum glugga en stjórn félagsins tók þessa ákvörðun á stjórnarfundi í dag.

Newcastle United hefur síðustu vikur verið í viðræðum við Sevilla um kaup á Carlos.

Sevilla vildi fá 38 milljónir punda en Newcastle var ekki reiðubúið að greiða meir en 25 milljónir.

Fabrizio Romano, einn helsti sérfræðingurinn í félagaskiptum, segir frá því á samfélagsmiðlum að stjórn Sevilla hafi nú tekið þá ákvörðun að halda Carlos.

Sevilla hafnaði tveimur tilboðum frá Newcastle og er nú búið að loka viðræðum. Newcastle vill komast að lausn í þessu en Sevilla stendur fast á sínu og ljóst að Carlos verður hjá spænska félaginu út þetta tímabil.

Þetta er mikið högg fyrir Newcastle sem vill bæta við sig tveimur varnarmönnum áður en glugginn lokar.
Athugasemdir
banner
banner