Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   þri 25. janúar 2022 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ungur Ísfirðingur að semja við Rosenborg?
Kári Eydal
Kári Eydal
Mynd: BB.is
Kári Eydal, ungur Ísfirðingur æfir með norska liðinu Rósenborg um þessar mundir.

Kári sem er fæddur árið 2004 flutti til Noregs með fjölskyldu sinni og hefur æft með liðinu síðan í ágúst í fyrra. Hann lék 14 leiki og skoraði eitt mark með Herði frá Ísafirði í 4. deildinni í sumar.

Hann æfir með u19 ára liðinu en hann sagði í samtali við BB.is að hann fái að vita fljótlega hvort hann fái samning hjá norska félaginu.

„Ég mun fá að vita á næstu vikum hvort ég fái samning eða ekki, þótt ég fái ekki samning hefur þetta verið frábær reynsla að fá að æfa með svona góðu liði. Þetta er frábær aðstaða hérna og þjálfararnir eru góðir," sagði Kári.


Athugasemdir
banner
banner