þri 25. febrúar 2020 11:44
Elvar Geir Magnússon
Sterling getur spilað á morgun
Mirror fullyrðir að Raheem Sterling sé orðinn klár í slaginn og geti spilað gegn Real Madrid í Meistaradeildinni á morgun.

Sterling hefur misst út síðustu vikur vegna meiðsla aftan í læri sem hann hlaut i leik gegn Tottenham fyrir þremur vikum.

Sterling var hvíldur í sigurleiknum gegn Leicester síðasta laugardag en er leikfær fyrir fyrri viðureignina gegn Real Madrid í Meistaradeildinni.

Sterling hefur verið orðaður við Real Madrid og gaf félaginu undir fótinn í viðtali nýlega þar sem hann sat fyrir á mynd með Real Madrid treyju á öxlinni.

Fyrri leikurinn annað kvöld verður í Madríd.
Hvort liðið vinnur á Ísafirði á laugardag og fer í bikarúrslitin?
Athugasemdir
banner
banner