Retegui orðaður við Man Utd - Spurs reyna að endurheimta Kane - City og Chelsea vilja Anderson
   fim 25. febrúar 2021 22:30
Aksentije Milisic
Skelfilegt víti hjá Oyarzabal - Fyrsta klúðrið fyrir félagið
Mikel Oyarzabal steig á punktinn í leik Manchester United og Real Sociedad í kvöld en leikurinn var sá síðari í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

United vann fyrri leikinn 4-0 og fengu gestirnir frá Spáni vítaspyrnu snemma leiks þegar Daniel James gerði sig sekann um klaufalegt brot.

Vítaskytta þeirra Real Sociedad manna, Mikel Oyarzabal, steig á punktinn og tók valhopp eins og Bruno Fernandes gerir mjög reglulega.

Það misheppnaðist heldur betur því spyrnan hans fór vel framhjá markinu. Dean Henderson stóð kyrr í miðju markinu.

Þetta var fyrsta spyrnan sem Mikel klúðrar ef ekki eru taldnar með vítaspyrnukeppnir. Hann hafði skorað úr 16 spyrnum fyrir Sociedad áður en kom að þessari.
Athugasemdir
banner