Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 25. febrúar 2024 20:16
Brynjar Ingi Erluson
Endo yfirgaf Wembley á hækjum
Mynd: Getty Images
Wataru Endo, miðjumaður Liverpool, yfirgaf Wembley á hækjum eftir bikarúrslitaleikinn gegn Chelsea í kvöld.

Japanski landsliðsmaðurinn átti góðan leik með Liverpool sem vann deildabikarinn í tiunda sinn.

Meiðsli hafa herjað á Liverpool síðustu vikur. Margir lykilmenn eru frá og þá meiddust tveir leikmenn í úrslitaleiknum.

Ryan Gravenberch var borinn af velli í fyrri hálfleik eftir ljóta tæklingu Moises Caicedo og þá sást Endo yfirgefa völlinn á hækjum.

Þetta eru afar slæmar fréttir fyrir Liverpool sem hefur þurft að nota marga leikmenn úr akademíunni í dag.

Stuðningsmenn Liverpool eru að vonast til þess að Endo hafi verið í hlífðarskó og á hækjum til að fyrirbyggja frekari meiðsli, því liðið hefur svo sannarlega ekki efni á að missa fleiri leikmenn á þessum tímapunkti tímabilsins.


Athugasemdir
banner
banner