Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   sun 25. febrúar 2024 15:55
Aksentije Milisic
Frakkland: Hákon skoraði sitt fyrsta deildarmark fyrir Lille
Mynd: Getty Images

Hákon Arnar Haraldsson fékk tækifærið í byrjunarliði Lille í frönsku deildinni í dag en liðið heimsótti Toulouse.


Hákon kom gestunum í forystu með marki undir lok fyrri hálfleiks. Jonathan David átti þá sendingu á Hákon sem kláraði færið einstaklega vel í fjærhornið. Þetta var fyrsta deildarmark Hákons fyrir Lille en hann hafði áður skorað í bikarkeppninni.

Það fór hins vegar að halla undan fæti hjá Lille í síðari hálfleiknum en Toulouse svaraði með þremur mörkum á átján mínútna kafla og kláraði þannig leikinn.

Hákon spilaði 83. mínútur í dag en Lille er í fimmta sæti deildarinnar með 38 stig. Toulouse er í því ellefta með 26 stig.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner