Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   sun 25. febrúar 2024 06:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Havertz: Jorginho er í heimsklassa
Mynd: Getty Images
Jorginho heillaði marga eftir frammistöðu sína fyrir Arsenal gegn Newcastle í öruggum sigri liðsins í gær.

Kai Havertz var einstaklega hrifinn af honum í gær en þeir þekkja hvorn annan inn og út enda spiluðu þeir saman hjá Chelsea áður en þeir sameinuðust á ný hjá Arsenal síðasta sumar.

„Ég þekki hann vel, fyrir mér er gaman að spila með honum, hann þekkir mig vel. Þetta gerir líf mitt mun auðveldara, hann er heimsklassa leikmaður," sagði Havertz.

Havertz var einnig frábær í leiknum en hann skoraði eitt og lagði upp annað í 4-1 sigri.


Athugasemdir
banner
banner